5.5.2007 | 13:02
Hún titraði og skalf.
Tíu draumahögg á sama árinu er ótrúlegt en satt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2007 | 21:06
Gott hjá Jónínu!
Það er gott hjá Jónínu Bjartmarz að kæra umfjöllun Kastljóssins til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Það er nauðsynlegt að fá faglega niðurstöðu í fréttaflutning af þessu máli. Ég tel að ekki sé neitt við Jónínu að sakast í málinu, nema síður sé. Ef eitthvað er að athuga við þessa afgreiðslu Alsherjarnefndar eru það við nefndarmennina sjálfa sem á að sakast. Getur það verið að hægt sé að kaupa afgreiðslur mála hjá þingnefndum Alþingis? Ef svo er þá eru líklega mörg mál sem þarf að skoða. Ef að þetta viðgengst í þingnefndum eru líklega þingmenn allra flokka sekir um að gæta ekki jafnræðis milli þegna landsins. Mér finnst bæði Össur Skarphéðinsson og Sigurjón Þórðarsson hafa látið í það skína að allt á milli himins og jarðar gæti viðgengist á hinu há Alþingi. En hef grun um að þeir hafi haft grun um að þeir gætu fiskað einhver athvæði út á þessa umræðu. Dapurleg aðferðafræði það!
Umhverfisráðherra ætlar að kæra umfjöllun til siðanefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2007 | 08:56
Ætli VG endi í 12% fylgi?
Samfylkingin aftur fram úr VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2007 | 21:11
Ekki gott mál!
Framsóknarflokkur tapar fylgi í Suðvesturkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2007 | 11:20
Húsavíkurræða Skúla Toroddsen
Fyrir áhugasama er hægt að kíkja á Húsavíkurræðu Skúla Toroddsen inn á vefslóðinni www.vh.is . Ég skora á áhugasama að lesa hana og sjá hversu forskammaðir þessir menn eru að bjóða okkur þingeyingum upp á svona málflutning á hátíðisdegi verkalýðsins.
Ég hef heyrt í fullt af fólki sem var að hugsa um að ganga út undir þessum áróðri. Ég var allveg kominn að því að ganga út undir þessum dylgjum og ómerkilegheitumm, en vildi það ekki þar sem konan mín sat við hliðina á mér og tengdaforeldrar við nálægt borð og sonur upp í stúku.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2007 | 20:38
Misnotkun hátíðarhalda á Húsavík.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.5.2007 | 11:44
Verkalýðsdagurinn upprunnin.
Verkalýðsforkólfar munu eflaust fagna hversu mikið hefur áunnist í málefnum launafólks á undanförnum tólf árum, sem hefur leitt til stóraukins kaupmáttar landsmanna. Meðal þess sem áunnist hefur er að koma á feðraorlofi, lítið atvinnuleysi, fjölbreyttara atvinnulíf, stóraukið aðgengi að menntun fyrir alla landsmenn, lækkun á tekjuskatti, hækkun skattleysismarka, hækkun á frítekjumarki elli- og örorkulífeyrisþega, hækkun bóta í almannatryggingakerfinu, tekjutenging atvinnuleysisbóta, hækkun barnabótaaldurs í 18 ár, hækkun bóta almannatryggingakerfisins, hækkun á lánshlutfalli íbúðalána Íbúðarlánasjóðs í 90% og lækkun virðisaukaskatts á matvæli. Vissulega er verkefnalistinn miklu lengri og öll miðast verkin við að bæta búsetuskilyrði allra landsmanna óháð búsetu.
Verkalýðsforkólfar hljóta að hvetja stjórnvöld og landsmenn alla að halda áfram á sömu braut og krefjast árangurs áfram og ekkert stopp.
29.4.2007 | 20:45
Jón góður í Kastljósinu.
Gaman að sjá hversu góður og öruggur Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins var í Kastljósinum nú í kvöld. Það er greinilegt að þarna fer maður sem hefur yfirgripsmikla þekkingu á sínu viðfangsefni. Hann svaraði öllum fyrirspurnum á skýran og góðan hátt, fyrirspyrjendur komu ekki að tómum kofanum hjá honum. Hann kom vel til skila að áfram verði haldi á sömu braut í að bæta öll búsetuskilyrði okkar íslendinga. Hann var einstaklega rólegur og kom mjög vel fyrir. Ég held að hann hafi stimplað sig mjög vel inn í þessum þætti sem mun skila sér vel í kosningunum. Markmið hans í pólitík er skýrt. Árangur áfram og ekkert stopp.
29.4.2007 | 18:14
Hitamolla í Norðurþingi.
Hitinn í Ásbyrgi mældist 22,6°C!
Þetta er ótrúlegt en líklega satt. Sjálfur sit ég hér á Húsavík í hitamollu. Það er svo heitt að maður helst ekki við á sólpallinu! Ég leita skjóls innan dyra og er farinn að velta fyrir mér að fá mér loftkælingu í húsið, svipað og suðurevrópubúar hafa í sínum híbýlum. Ef þetta er forsmekkurinn að sumrinu er eins gott að vera við öllu viðbúinn. Við hreinlega horfum á tré og annan gróður grænka í þessari vorblíðu. Fuglar syngja sína fallegustu söngva og mannfólkið gengur fáklætt um götur og stræti. Sléttur Skjálfandaflóinn skartar sínu fegursta með Kinnafjöllin og Flatey í baksýn. Ferðamenn mættir á svæðið og hvalaskoðunarfyrirtækin eru að vakna úr vetrardvala.
Hitinn í 23°C í Ásbyrgi samkvæmt sjálfvirkum mæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2007 | 15:58
Ný könnun RÚV í Norðausturkjördæmi.
RUV birti nýja könnun í Norðausturkjördæmi áðan. Í könnunni kemur fram að Sjálfstæðisflokkur er með 28% fylgi og þrjá menn. Framsóknarflokkur er með 21,9% fylgi og tvo menn. Vinstri Grænir eru með 23,9% og tvo menn. Samfylking er með 19,7% og tvo menn. Sérstaklega er ég ánægður með niðurstöðu Framsóknarflokksins hér í Þingeyjarsýslum þar sem hann mælist með 31,7% og þar með eigum við ekki langt í að ná kjörfylgi okkar í sveitarstjórnarkosningunum 2006 í sveitarfélaginu Norðurþingi.
Tvennt vekur mikla athygli í þessari könnun, það er hversu lítið fylgi Steingrímur J. Sigfússon og VG hefur í sinni heimasýslu miðað við flugið á VG á landsvísu. Hitt er að VG er með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri. Sérstaklega miðað við að Sjálfstæðisflokkurinn er með fyrrverandi bæjarstjóra Kristján Þór Júlíusson í fyrsta sæti, en hjá VG er einungis Akureyringur í fjórða sætinu.
Um bloggið
Gunnlaugur Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar