Ætli VG endi í 12% fylgi?

Það er miklu áhugaverðara nú að horfa á fylgishrun VG heldur en staðnað fylgi okkar framsóknarmanna samkvæmt skoðanakönnunum. Fylgi VG virðist lækka mjög ákveðið sem nær líður kosningum. Flokkurinn virðist vera smá saman vera að missa trúverðugleika sinn, og kjósendur í auknu mæli búnir að sjá í gegnum forustumenn þeirra. Ég held að kjósendur muni í þessum kosningum dæma VG til ævarandi stjórnarandstöðusetu og að flokkurinn verði í framtíðinn smáflokkur með lítil áhrif.
mbl.is Samfylkingin aftur fram úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

vá.. afneitun á háu stigi.. hvernig hafa kjósendur séð í gegnum forustumenn VG?

Annars sýnist mér þið vera í fallbaráttu með frjálslyndum, enda þjóðin búin að fá nóg af spillingasúpunni sem fylgir framsókn.

Gaukur Úlfarsson, 4.5.2007 kl. 10:44

2 Smámynd: Gunnlaugur Stefánsson

Það blasir við að ef VG fengi að ráða myndu fyrirtæki og fjármagnseigendur koma sér úr landi sem fyrst. Skattar hækkaðir. Heimsmarkaðsverð á fjallagrösum myndi hríðfalla vegna offramboðs frá Íslandi Hér sætum við almúginn eftir með sárt ennið, með atvinnuleysi, óðaverbólgu, eignarýrnun og versnandi lífsgæði. 

Gunnlaugur Stefánsson, 4.5.2007 kl. 12:22

3 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Gunnlaugur, hefur þú einhverja þekkingu á hagstjórn? Hefur þú lágmarks vitneskju um skattakerfi nágrannalanda okkar? Þú segir að "blasir við að ef VG fengi að ráða myndu fyrirtæki og fjármagnseigendur koma sér úr landi sem fyrst". Vá, fjöldaflótti af því að VG hækkar fjármagnstekjuskatt upp í 14%! Hvert heldur þú að þessi fyrirtæki fari? Flest lönd eru með miklu hærri fjármagnstekjuskatta en 14%. Heldur þú að fyrirtækin flytji kannski til Turkmenistan? Eða var þessi frasi þinn bara eitthvað sem flokksbærður þínir voru búnir að segja þér að endurtaka nógu oft. Trúir þú því virkilega að það "blasir við að ef fjármagnstekjustattur hækkar í 14% myndu fyrirtæki og fjármagnseigendur koma sér úr landi sem fyrst"? 

Guðmundur Auðunsson, 4.5.2007 kl. 12:41

4 Smámynd: Gunnlaugur Stefánsson

Guðmundur, þakka þér þitt innlegg. Ef þú veist það ekki þá eru fjölmörg fjárfestingafyrirtæki Íslendinga skráð víða um heim í löndum sem eru með hagstæðar skattaumhverfi en hér er. T.d. eru þó nokkur skráð í Hollandi. Getur þú t.d. sagt mér hvar Björk Guðmundsdóttir tónlistamaður vistar sitt fyrirtæki? Ekki á Íslandi held ég. Hækku á fjármagnsskatti í 14% myndi draga úr tekjum ríkisins, það er ekki nokkur vafi. Hvað þá 18% fjármagnsskattur eins og VG stefndi að á tímabili.

Gunnlaugur Stefánsson, 4.5.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnlaugur Stefánsson

Höfundur

Gunnlaugur Stefánsson
Gunnlaugur Stefánsson

Forseti sveitarstjórnar Norðurþings

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...savikurhofn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband