Hitamolla í Norðurþingi.

Hitinn í Ásbyrgi mældist 22,6°C!

Þetta er ótrúlegt en líklega satt. Sjálfur sit ég hér á Húsavík í hitamollu. Það er svo heitt að maður helst ekki við á sólpallinu! Ég leita skjóls innan dyra og er farinn að velta fyrir mér að fá mér loftkælingu í húsið, svipað og suðurevrópubúar hafa í sínum híbýlum. Ef þetta er forsmekkurinn að sumrinu er eins gott að vera við öllu viðbúinn. Við hreinlega horfum á tré og annan gróður grænka í þessari vorblíðu. Fuglar syngja sína fallegustu söngva og mannfólkið gengur fáklætt um götur og stræti. Sléttur Skjálfandaflóinn skartar sínu fegursta með Kinnafjöllin og Flatey í baksýn. Ferðamenn mættir á svæðið og hvalaskoðunarfyrirtækin eru að vakna úr vetrardvala.

 


mbl.is Hitinn í 23°C í Ásbyrgi samkvæmt sjálfvirkum mæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnlaugur Stefánsson

Höfundur

Gunnlaugur Stefánsson
Gunnlaugur Stefánsson

Forseti sveitarstjórnar Norðurþings

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...savikurhofn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband