29.4.2007 | 11:45
Mesta fylgi við XB í Norðausturkjördæmi.
Samkvæmt könnun Fréttablaðsins í dag er fylgi við Framsóknarflokkinn aðeins rúm 10%. Þetta fylgi gefur okkur sex þingmenn, alla í landsbyggðarkjördæmunum. Það ánæjulega við þessa slæmu könnun er að fylgi flokksins hér í Norðausturkjördæmi er á uppleið, og það mesta sem flokkurnn mælist með. Samkvæmt könnunni erum við með 23,8% fylgi hér. Þessi þróunn er allveg í samræmi við mínar tilfinningar um að flokkurinn er á uppleið. Mikil vinna frambjóðenda og stuðningsmanna Framskóknarflokksins hér í kjördæminu mun skila okkur mun hærri niðurstöðu úr kosningunm. Nú verða allir að leggjast á eitt og vinna þrotlaust í að kynna málstaðinn og mikilvægi þess að flokkurinn fái góða niðurstöðu í þessu kjördæmi.
Ég treysti Framsóknarflokknum best til að berjast með okkur heimamönnum hér í Þingeyjarsýslum fyrir uppbyggingu á álveri á Bakka við Húsavík, og tryggja okkur öll þau jákvæðu áhrif sem slík framkvæmd hefði á okkar samfélag.
Áram nú framsóknarmenn um land allt, nú tökum við til hendinn og öflum okkur ásættanlegs fylgis í kosningunum þann 12 maí n.k.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2007 | 22:48
Verða aðeins fjórir flokkar á þingi?
Þetta er mín spá. Á næsta kjörtímabili munu aðeins fjórir flokkar eiga fulltrúa á þingi. Guðjón Arnar Kristjánsson mun ekki ná inn í NV sem kjördæmakjörinn þingmaður. Enginn annar þingmaður frjálslyndra á möguleika á að verða kjördæmakjörinn. Og ef það fer þannig að þeir fái engan kjördæmakjörinn þingmann fá þeir engann jöfnunarþingmann. Íslandshreyfinginn virðist ekki ná neinni athygli, og eru langt frá því að ná inn þingmanni.
Þannig að þingmannatala eftir kosningar verður líklega eitthvað á þennan veg. Sjálfstæðisflokkur 27 þingmenn, Samfylking 15 þingmenn Vinstri Grænir 11 þingmenn og Framsóknarflokkurinn 10 þingmenn.
Frjálslyndir ná ekki manni inn í Norðvesturkjördæmi samkvæmt könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2007 | 08:24
Ekkert vorhret, takk.
Jæja, allt bendir til þess að mjög gott verði hér norðanlands í dag. Jafnvel mun hitinn ná 20 stigum. Svona veður fannst mér alltaf vera á vorin þegar ég var barn. Það getur verið að minningarnar séu eitthvað farnar að skolast til. Er ekki stundum sagt að fjarlægðin geri fjöllin blá. Nú er bara að draga fram sumarfötin og njóta blíðunnar. Er á meðan er. Undanfarin nokkur vor hefur alltaf komið hret í maí og jafnvel í byrjun júní hér í Þingeyjarsýslum. Það er vonadi að það gerist ekki núna. Vorið er yndislegur tími, gróður byrjar að taka við sér. Fuglalíf er í miklum blóma og við mennirnir förum að huga að vorverkunum. Það er vonandi að almættið hlífi gróðri, dýralífi og mannlífi við þessum leiðinda vorhretum.
Spáð allt að 20 stiga hita á Norður- og Austurlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2007 | 22:26
26,6% upp
Fylgi Samfylkingar og VG jafnmikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2007 | 21:31
Gefum Helga Seljan frí.
Mér sýnist að það verði að gefa Helga Seljan frí frá Kastljósinu fram yfir kosningar, hann virðist allveg heillum horfin í sýnum fréttaflutningi. Vinnubrögð hans og dylgjur eru allveg ótrúlegar, þegar hann bendlar Jónínu Bjartmarz við spillingu vegna afgreiðslu Allsherjanefndar á afgreiðslu á umsóknum um ríkisborgararétt. Bæði formaður nefndarinnar Bjarni Benediktsson og Guðrún Ögmundsdóttir hafa lýst því yfir að ekkert óeðlilegt hafi verið við afgreiðslu erindis kærustu sonar Jónínu í nefndinni. Líkleg ástæða fyrir þessari afgreiðslu nefndarinnar hítur að vera mannúðarsjónamið. Og okkur hinum í landinu kemur ekkert við hver sú mannúðarsjónamið eru.
Það eru allveg forkastanleg vinnubrögð hjá fréttamanni að ætlast til að stjórnmálamenn tjái sig um persónuleg mál umsækjanda í fréttatíma í sjónvarpi. Ætlaðist Helgi virkilega til að Jónína upplýsti alþjóð um persónuleg mál þessar kærustu sonar síns? Eða að Bjarni Benediktsson og Guðrún Ögmundsdóttir gerðu það líka. Ef þau gerðu það væru þau að brjóta alvarlega af sér í starfi.
Helgi virðist algerlega farinn á taugum yfir slæmi gengi Samfylkingarinnar og alls ófær til að sinna sínu starfi.
26.4.2007 | 22:08
VG einangrunarsinnar!
Ég fæ ekki betur séð en að Vinstri grænir séu bæði öfgasinnaðir umhverfissinnar og einangrunarsinnar. Þeir eru harðir á móti erlendum fjárfestingum hér á landi. Þeir vilja ekki skoða kosti og galla þess að ganga í Evrópusambandið. Þeir vilja ekki taka upp Evru. Þeir virðast á móti útrás íslenskra fyrirtækja. ( það gæti verið hætta á að einhverjir muni græða vel á því.) Þeir vilja hrekja fjármagnseigendur úr landi með hækkun á fjármagnsskatti í 18% ( eða er það nú aðeins 14% ? ) Og nú síðast virðast þeir vera á móti við samstarfi og samningi sem gerður er við vinaþjóð okkar Noreg. Og meira segja eru þeir á móti samningum við þeirra eigin systurflokk í Noregi er að gera við Íslendinga.
Hvernig á að vera hægt að taka þennan flokk alvarlega? Hvernig haldið þið að þessi flokkur geti stjórnað landi? Þeir hljóta að þurfa að vera á móti sínum eigin málum og enganvegin stjórntækir.
Það er reynslan hér á Húsavík að VG sem nú er í minnihluta er orðin á móti sínum eigin málum sem þeir settu af stað þegar þeir voru í meirihluta hér. Ég að vísa til verkefnið með Alcoa um uppbyggingu á álveri á Bakka.
Erlendum herjum haldið við óþarfar og varhugaverðar heræfingar á íslensku yfirráðasvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2007 | 23:00
Enn langt í land.
Það er ljóst að við framsóknarmenn eigum enn langt í land í kosningarbaráttunni. Ásættanlegt fylgi flokksins í þessu kjördæmi er 25% og þar yfir. Allir verða að leggjast á árar með okkur svo það takist. Góð útkoma Framsóknarflokksins hér í þessu kjördæmi er okkur íbúum í Norðurþingi mjög mikilvæg, þar sem hann stendur fastast að baki okkar í verkefninu Sjálfbært samfélag. Verkefni um uppbyggingu álvers á Bakka við Húsavík.
Aukum hagvöxt á norðurlandi með uppbyggingu á umhverfisvænsta álveri í heimi! Áfram svo XB
Sjálfstæðisflokkur og VG bæta við sig í Norðausturkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2007 | 18:51
Íbúafundir!
Í gær hélt sveitarstjórn Norðurþings íbúafundi á Raufarhöfn og á Kópaskeri. Nokkuð vel var mætt á báða fundina og málefnalegar umræður. Helstu mál sem rædd voru á Raufarhöfn voru samgöngumál, atvinnumál og fjarskiptamál. Þessir málaflokkar brenna mjög á íbúum á Raufarhafnar og er það ekki furða. Íbúum þessa svæðis búa á engan hátt við ásættanleg búsetuskilyrði hvað þetta málaflokka varðar, og þarna verður að bæta úr.
Á Kópaseri voru það frekar málefni sem snúa að sveitarfélaginu sem fundarmenn vildu ræða eins og menntamál, sorpmál og og önnur umhverfismál. Í kvöld er fundur með Keldhverfingum í Skúlagarði kvöld og síðan fundur í Reykjahverfi í Heiðarbæ annað kvöld.
22.4.2007 | 21:51
Kvennfyrirlitning Jóns Baldvins.
Var að horfa á Silfrið hjá honum Agli áðan og heyrði þar Jón Baldvin Hannbalssyni lýsa hæstvirtum menntamálaráðherra þjóðarinnar þar. Hann lýsir forustu Sjálfstæðisflokksins með eftirfarandi hætti. Snoturt tvíeyki Geir og ljóskan í menntamálaráðuneytinu, sem ég kalla! Mér krossbrá að heyra hvernig einn af fyrrverandi leiðtogi jafnaðarmanna talar um konu sem hefur komist til hæðstu metorða innan stærsta stjórnmálflokks á Íslandi og situr í einni æðstu stöðu innan stjórnkerfis þjóðarinnar.
Ég ætla að leyfa mér að kalla þetta hroka og kvennfyrirlitningu á háu stigi. Og þessu fyrrverandi ráðamanni þjóðarinnar til ævarandi skammar.
22.4.2007 | 20:04
Leiðandi spurning XD í hag.
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tveimur þingmönnum í Suðurkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gunnlaugur Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar