22.4.2007 | 18:49
Hvað, engin Þingeyingur?
Jæja, þá er listinn hans Ómars Ragnarssonar komin fram í norðausturkjördæmi. Ég hélt að hann myndi leggja höfuðáherslu á að fá öflugan Þingeying í eitt af efstu sætum. Séstaklega vegna þess að eitt aðalmarkmið og raunar hans eina erindi í pólitík er að stoppa áform okkar hér um byggingu álvers á Bakka við Húsavík og vikjun háhitasvæðanna hér í Þingeyjarsýslu.
Mér finnst þetta verulega rýrt í roðinu og ekki líklegt til árangurs. En óska þessum frambjóðendum eins og öllum öðrum frambjóðendum alls hins besta í baráttu sinni um athygli okkar kjósenda á næstu vikum.
Hörður Ingólfsson í fyrsta sæti Íslandshreyfingarinnar í NA-kjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2007 | 12:59
Ríkistjórnin heldur velli!
Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag styrkir ríkistjórnin sína stöðu verulega. Enn og aftur kemur fram mikið flug á Sjálfstæðisflokksins og nálgast þeir það að fá hreinan meirihluta þingmanna á næsta kjörtímabili. Ég hef samt trú að Sjálfstæðisflokkurinn muni ekki ná 40% fylgi í kosningunum. Samfylkingin mælist með um 20% fylgi og mun það aukast aðeins í kosningunum. VG eru enn á miklu flugi og mælast með tæp 20% og eru á hraðri niðurleið. Fylgi VG mun koma á óvart í kosningunum, þá á þann veg hvað skoðannakannir hafa ofmetið þeirra fylgi. Framsóknarflokkurinn er á uppleið og mun auka sitt fylgi jafnt og þétt allveg fram á kjördag. Ekki er ólíklegt að á næsta kjörtímabili verði aðeins fjórir flokkar með menn á þingi. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og VG.
21.4.2007 | 18:37
Hvar eru frambjóðendur?
Ég fór á málþing í dag í tilefni af 20 ára afmæli Framhaldsskólans á Húsavík. Þetta var áhugavert málþing og vel gert af Hollvinum FSH að efna til þess. Mæting á málþingið var ekki góð, aðeins mættu um 35 manns. Ég hefði viljað sjá 150 manns eða enn fleiri til að sína skólanum og starfsmönnum þar að þessi stofnum er okkar samfélagi mjög mikils virði. Einnig hefði góð mæting íbúa sýnt vel hug okkar og áherslur um að skólinn verði tryggður hér í sessi ,stækkaður og efldur á næstu árum.
Eitt vakti sérstaka athygli mína. Aðeins einn frambjóðadi til alþingis sýndi okkur þá virðingu að mæta þarna. Sú eina sem var þarna mætt var Huld Aðalbjarnardóttir af XB. Aðrir gátu ekki sýnt sóma sinn í að mæta þarna til að sýna stofnunni stuðning og kynnast því stafi sem þarna fer fram.
Einnig vakti það athygli að ég var sá eini sem mætti þarna af níu manna sveitarstjórn Norðurþings. Eru virkilega allir svona ægilega uppteknir að ekki er tími til að mæta á eitt lítið málþing, sem varðar okkar samfélag svo mikið.
21.4.2007 | 17:15
Keyra svo Jónína!
Þess könnun er ekki glæsileg fyrir Framsóknarflokkinn og sýnir glögglega hversu mikið verk er framundan. Það er ótrúlegt að sjá hvað Sjálfstæðisflokkurinn virðist ætla sigla auðveldlega í gegnum þessa kosningar. Samfylking og Vinstri Grænir eru greinilega að passa að styggja stóra bróður ekki of mikið í kosningaráttuni, þannig að þeir verði þeirra fyrsti kostur í nýja tveggja flokka ríkistjórn að kosningum loknum. Ég tel það allveg ljóst að ef Framsóknarflokkurinn fær slæma útkomu út úr kosningunum eigi flokkurinn ekki að fara í ríkistjórn á næsta kjörtímabili. Það verða aðrir flokka þá að axla þá ábyrð og sýna hvernig þeir æla að standa við stóru orð sín síðustu 12 ár.
Ég trúi því að Jónína muni ná inn að lokum, en það má ekkert slaka á í vinnu allveg fram að lokun á kjörstöðum þann 12 maí.
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig þingmanni í Reykjavík suður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2007 | 21:10
10.000.000 frá Alcoa.
Í gær var ég viðstaddur opnun Gljúfrastofu, gestastofu þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfurm, í Ásyrgi. Jónína Bjartmars opnaði stofuna og flutti góða ræðu við það tilefni. Þetta eru orðin glæsileg hús þar sem gömlum fjárhúsum og hlöðu var breytt gestastofu. Einnig er sett þarna upp glæsileg sýning sem eflaust margir eiga eftir að skoða og njóta vel. Vonandi verður þessi aðgerð til að efla enn frekar ferðaþjónustu á svæðinu og stuðlar að enn frekari uppbyggingu á þessu sviði.
Eitt vakti sérstaka athygli mína í ræðu þjóðgarðsvarðar Sigþrúðar Stellu Jóhannsdóttur, er að Alcoa styrkti þetta verkefni um 10.000.000 kr. Að hennar sögn skipti þetta framlag miklu um að verkefnið er nú þetta langt á veg komið. Þetta er einmitt ein af ástæðum þess að við sveitarstjórnarmenn leggjum mikla áherslu á fá öflugt fyrirtæki eins og Alcoa hér inn á svæðið. Það er hverju samfélagi nauðsynlegt að hafa öflug fyrirtæki til að styðja við gróskumikið íþrótta-félags- lista- og menningalíf.
Einnig vakti það athygli mína á þessari samkomu að frambjóðendur ofarlega á listum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar létu ekki sjá sig. Þeir frambjóðendur sem eru ofarlega á listum og heiðruðu okkur með nærveru sinni voru. Birkir J. Jónsson og Huld Aðalbjarnardóttir af XB. Axel Ingvason af XF og Steingrímur J. Sigfússon af XV
19.4.2007 | 13:16
Opnun kosningaskrifstofu.
Áðan var glæsileg og fjölmenn opnunarhátíð á kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins hér á Húsavík. Margir frambjóðendur voru mættir til að spjalla við heimamenn um verkefnið framundan. Verkefnið er að tryggja flokknum gott gengi í kosningunum þann 12 maí n.k. Það mátti heyra á samkomugestum að sá áfangi sem náðist í álversverkefninu nú í vikunni var ofarlega í huga fólks. Frambjóðendur ítrekuðu stuðning sinn við málið og hétu því að vinna málinu brautargengi allt loka.
Veitingar voru hinar glæsilegustu, pönnsur, flatkökur og rúgbrauð með hangikjöti og reyktum silungi, ostar, bollur og fleira góðgæti framreitt af galdrahöndum Önnu Rúnu.
Áfram árangur ekkert stopp og eflum atvinnulíf á norðurlandi með uppbyggingu stóriðju á Bakka við Húsavík.
Ath. Það eru ekki skoðanir eða vilji þeirra sem búa í 101 Reykjavík sem ræður því hvernig við heimamenn byggjum upp atvinnulífið hér á þessu svæði. Heldur eru það íbúarnir sjálfir, fyrirtæki og sveitarstjórnarmenn sem fara með þessi mál. Einnig hef ég alltaf litið svo á að alþingismenn og ráðherrar eigi að aðstoða heimamenn í þessum málum eins og þeim er frekast unnt.
18.4.2007 | 18:30
Ekki góður dagur í dag!
Skelfilegar fréttir frá Reykjavík! Gömul hús í miðbænum brenna. Ómetanleg hús eru mikið skemmd eða gjörónýt. Hætta er á að þessi gamla götumynd muni hverfa og nýir steypukumbaldar og glerhallir byggðar í staðin fyrir þessi gömlu og virðulegu hús. Eitt er víst að margir vilja byggja þarna og eflaust vilja þeir byggja mikið á þessum stað.
Sendi eigendum fyrirtækja og starfsmönnum þeirra samúðar og baráttukveðjur með von um að þessi atburður raski lífi þeirra sem minnst.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.4.2007 kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2007 | 22:12
Góður dagur.
Mikilvægur áfangi hefur náðst í verkefninu um uppbyggingu Álvers á Bakka við Húsavík. Ákveðið hefur verið að fara í þriðja og síðasta áfanga hagkvæmniathugunar samkvæmt samkomulagi sem undirritað var í maí 2006 milli Húsavíkurbæjar, Alcoa og ríkistjórnar Íslands. Þannig að allt er á áætlun og eru verulega aunar líkur á að af þessum framkvæmdum verði á komandi árum.
Þessi niðurstaða er mjög mikilvæg fyrir okkur hér á þessu svæði og við vonum að landsmenn allir geti lagst á árar með okkur heimamönnum svo þetta geti orðið að veruleika.
Byggjum upp umhverfisvænsta Álver í heimi á Bakka við Húsavík.
Áfram árangur ekkert stopp.
Ákveðið að halda áfram hagkvæmniathugun vegna álvers á Bakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2007 | 21:54
Hvað er í gangi?
Ég skil ekki hvað er í gangi hjá kjósendum í suðurkjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 39,6% fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birt var í dag. Sjálfstæðismenn virðast hafa tekið rétta ákvörðun með því að hafa Árna Johnsen á listanum hjá sér. Ég hef bæði rætt við flokksbundna og óflokksbundna sjálfstæðismenn sem alltaf hafa kosið xd en ætla alls ekki að gera það núna vegna veru Árna Johnsen á listanum. Það mætti segja mér að xd ætti ekki nema svona 10% fylgi í þeim sem ekki óákveðnu í þessari könnun. Sjálfstæðisflokkur í suðurkjördæmi mun því enda með ca. 27% fylgi.
Mér persónulega finnst vera Árna Johnsen á listanum vera Sjálfstæðismönnum til háborinnar skammar og allveg ótrúleg siðblinda að bjóða þjóðinni upp á þetta. Þetta er eins og að maður sem hefur verið dæmdur fyrir fjárdrátt, og af lokinni afplánun geti hinn sakfelldi bara gengið að sínu fyrra starfi ein og ekkert hafi í skorist. Þetta hlítur að vera einsdæmi hér á landi og þó víðar væri leitað.
Það er greinilegt að þetta voru bara lítilsháttar tæknileg mistök. Eins og Árni hefur alltaf haldið fram.
VG og Sjálfstæðiflokkur auka fylgi sitt í Suðurkjördæmi á kostnað Framsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2007 | 18:18
Hvaða bull var þetta í Ingibjörgu Sólrúnu?
Var Ingibjörg Sólrún ekki að reyna það segja þjóðinni það að núverandi ríkistjórn hafi sent hverju heimili í landinu reikning að upphæð 500.000 kr. á ári vegna hagstjórnarmistaka. Hvað átti hún eiginlega við, hvernig tókst þeim að finna þetta út. Átti hún ekki við að vegna hagstjórnaraðgerða ríkistjórnarinnar síðustu 12 ár hefði ríkistjórnin fært hverju heimili í landinu 500.000 kr. á ári í auknum kaupmætti.
Ég er hræddur um að Ingibjörg Sólrún, Samfylkingin og ASÍ verði að hröklast til baka með þessa útreikninga sína, og reyna að finna eitthvað sem hefur meira kjöt á beinunum. Kjósendur í landinu sé ekki svona einfaldir að kyngja við svona bulli í stjórnarandstöðunni.
Kaupmáttur jókst um 56% á áratug. Þetta er staðreynd og ómerkilegt að gera lítið úr þeim árangri.
Ráðstöfunartekjur heimilanna eru taldar hafa aukistu um 9% að meðaltali á ári síðasta áratug.
Kaupmáttur jókst um 56% á áratug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gunnlaugur Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar