Hvað með eitt lítið sætt álver?

Við hjónakornin fengum okkur göngutúr í björtu og fallegu veðri hér í nágreni Húsavíkur í dag. Við keyrðum út í Eyvíkurfjöru hér rétt norðan við fallega bæinn okkar. Síðan gengum eftir fallegri sandfjörunni og öldurnar léku við skeljar og steina við fætur okkar. Leið okkar lá síðan upp á Héðinshöfðan þar sem blasti við okkur allur Skjálfandaflóinn í sinni fegurstu mynd. Lundey og Flatey sáust vel með sjóndeildarhringin, Kinnafjöllin og Víknarfjöll í baksýn. Grásleppukarlar að vitja neta sinna úti á sléttum sjávarfletinum skammt frá landi, og fuglin að leika sér í uppstreyminu frá hömrunum.

Ég sat þarna á höfðanum og horfði yfir í Bakkaland  við Húsavík þar sem álverslóðin fræga er og reyni að sjá fyrir mér mannvirkin, sem fyrirhugað er að rísi þar.

Ég hugsað til Einars Ben athafnaskálds sem dvaldi á sínum unglingsárum á Héðinshöfða sem er næsta jörð við Bakka. Ég er viss um að Einari Ben hefði hugnast  þessi fyrirhugaða framkvæmd vel við túngarðin á Héðinshöfða. Og ég er viss um að oft hefur hann horft á þetta svæði og velt því fyrir sér hvernig það gæti nýst vel fyrir samfélagið sem hann bjó í. Honum hefði þótt áhugavert að sjá hvaða hugmyndir væru nú í gangi með virkjun háhitasvæðana á Þeystareykjum til verkefnisins og að nota ætti umhverfisvænustu orku í heimi.

Hvað með eitt lítið sætt álver?


Tilhugalíf Geirs og Ingibjargar.

Það var greinilegt í Silfrinu hans Egills í dag að tilhugalíf Sjálfstæðismanna og Samfylkingarinnar er hafið. Báðir flokkar stigu varlega til jarðar í ályktunum á Landsfundunum sínum og pössuðu sig að loka engu smugum gagnvart hvorum öðrum.

Einnig tók ég eftir því að Ingibjörg er jafnvel farin að daðra við að hægt verði að nota þann gamla öldug Framsóknarflokkinn til einhverra hluta á næsta kjörtímabili. En ef ég man rétt hefur hún og hennar flokksmenn hafa margtalað um það að sá flokkur væri ekki til nokkra hluta gagnlegur og það væri fyrir löngu komin tími til að gefa honum langt frí.

Annars held ég að báðir stóru fundirnir þessa helgi hafi verið einstaklega tíðindalitlir og munu ekki komast á spjöld stjórnmálasögunnar.


Hvað er ekkert kaffibandalag lengur!

Er Samfylkingin búinn að afskrifa að fara í ríkistjórn með VG, er kaffibandalagið úr sögunni. Þau eru líklega búin að gefa upp vonina með að verða stærri en VG í kosningum, og geta líklega ekki hugsað sér að vera í ríkistjórn undir forustu Steingríms J. Sigfússonar.

Samfylkingin lendir líklega í þeirri stöðu eftir dóm kjósenda þann 12 maí að sleikja sárin næstu fjögur árin.


Pólitísk óvissa. Fellur hlutabréfaverð?

Ég var að lesa Afkomuspá Greiningar Glitnis gefin út í apríl 2007 áðan. Þar segir eftirfarandi.

Pólitísk óvissa.                                                                                                                                    

Framundan eru kosningar og talsverð óvissa um hver niðurstaða þeirra verður. Lagaleg og efnahagsleg þróun í umgjörð hlutabréfamarkaðarins er meiri óvissu háð en ella af þessum sökum. Útkoma kosninganna getur haft umtalsverð áhrif á verðþróun hlutabréfa flestra félaga á markaðnum.

Er það virkilega svo að greiningaraðilar á markaði meta það svo að ef Kaffibandalagið fræga komist í ríkistjórn muni eignarrýrnun þjóðarinnar verða umtalsverð.

Eiga þeir sem eiga hlutabréf og markaðsverðbréf að rjúka til og selja sínar eignir sem eru á þessum markaði. Og verja sig þannig gegn mögulegu falli núverandi ríkistjórnarinnar og þeirri eignarýrnun sem því muni fylgja.

Við skulum einnig hafa það hugfast að lífeyrissjóðir okkar landsmanna eru ávaxtaðir að þó nokkrum hluta á þessum markaði. Og um leið og verðmæti hlutabréfa og skuldabréfa minnkar rýrnar eign okkar í lífeyrissjóðum og þar með geta sjóðanna til greiðslu lífeyris.

 

 


Hvar er Fagra Ísland?

Í frétt í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur formanns Samfylkingarinnar að hún vilji að rannsóknum verði haldi áfram vegna fyrirhugðara álvera í Helguvík og Bakka við Húsavík. Jafnframt segir hún að framkvæmdir í Helguvík séu nærtækastar.  Er Samfylkingin sem sagt hætt við helsta áhersluathriðið í stefnuritinu þeirra um Fagra Ísland. Þar sem sagt er að frekari stóriðjuáformum verði slegið á frest. Veit Össur af þessu? veit Guðmundur Steingrímsson af Þessu?eða allir hinir félagar hennar í flokknum sem talað hafa hátt og ákveðið fyrir því að stoppa eigi öll stóriðjuáform á landinu. Meira segja hefur Ingibjörg sjálf talað fyrir þessari stefnu.                     Hvað þurfti til að nú talar formaðurinn á öðrum nótum? Getur það verið að Jón Sigurðsson fyrrverandi ráðherra þeirra krata hafi sagt þeim að þetta frestunar- og stopptal væri glórulaus hagstjórnarleið sem myndi leiða þjóðina inn í tímabil atvinnuleysis, samdráttar, eignarýrnunar og fjölda gjalþrota fyrirtækja og einstaklinga.

Hvar er Fagra Ísland nú? Eða er stefnubreytingin hjá formanninum bara veikburða tilburðir til að stöðva fylgishrun Safmfykingarinnar nú korter fyrir kosningar.


Hvernig fór fyrir Húsavík, Jónína Ben?

Jónína Benediktsdóttir betur þekkt sem Jónína Ben skrifar á bloggi sínu í dag grein til lesanda sinna hversu frábær Sjálfstæðisflokkurinn er, og hvetur alla til að kjósa xd í maí.  Séð frá hennar sjónarhóli að sjálfssögðu. Enda ekki skrítið að hún sé hrifin af stjórnmálaflokki sem er sagður hlaupa erinda hennar ef hún þarf að ná sér niður á einhverjum á þessu landi.

Einnig sagðist hún halda að móðir hennar hafi alltaf kosið til vinstri en faðir hennar Framsóknarflokkin, og í beinu framhaldi segir hún orðrétt " því fór sennilega sem fór fyrir Húsavík"

Mig langar að spyrja Jónínu Ben eina af dætrum Húsavíkur að því hvernig fór eiginlega fyrir Húsavík?

 


Grænn Sjálfstæðisflokkur.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hófst í dag og Geir H. Haarde formaður flokksins hélt mikla ræðu. Það er greinilegt að Geir og Sjálfstæðisflokkurinn lítur ekki á Samfylkinguna sem sinn höfuðandstæðing í stjórnmálum á Íslandi. Nú er það Steingrímur J. og VG sem þeir líta sem sinn helsta keppinaut. Ekki minnst hann á Ingibjörgu Sólrúnu og greinilegt að Samfylkingin er ekki metin sem merkilegur keppinautur.  Mér fannst Geir undirstrika það hvernig Samfylkingunni undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar hefur mistekist herfilega í þeirri ætlun sinni að vera öflugt mótvægi við Sjálfstæðisflokkin. Og minni ég á umræðuna um turnana tvo í íslenskum stjórnmálum.

Einnig var áberandi hvað formaðurinn reynir að draga grænan lit á flokkinn og stefnu hans. Greinilega á það að vera andsvar við straum kjósanda til VG og einnig tilhneigng til að koma í veg fyrir að hægri grænir sjálfstæðismenn streymi til fylgis við Ómar Ragnarsson og félaga í Íslandshreyfingunni.

Það verður spennandi að fylgjast með hvað kemur út úr þessum mikla fundi þeirra.


Ætlum að virkja í þágu íbúa.

Ég hlustaði á viðtal við Katrínu Jakobsdóttur varaformann VG í þætti á Útvarpi Sögu í dag þar sem rætt var um nýtt plagg þeirra sem ber heitið Græn framtíð.

Í viðtalinu tók hún sérstaklega fram að þau hjá VG væru á móti því að virkjað yrði meira á Íslandi í þágu stóriðju, og þar af leiðandi ekki virkjað á Þeystareykjum fyrir fyrirhugað álver á Bakka við Húsavík. Ég verð að benda þessum félögum mínum í VG á eftirfarandi. Það var örugglega ekki ætlunin hjá fyrrverandi bæjarfulltrúum VG í bæjarstjórn Húsavíkurbæjar að virkja á Þeystarreykja í þágu einhverra annar en íbúa hér á svæðinu og til hagsbóta fyrir land og þjóð.

Það er sérkennileg staða að standa frammi fyrir því sem sveitarstjórnarmaður að sami stjórnmálaflokkur og stóð að því að setja verkefnið af stað um uppbyggingu stóriðju á Bakka. Ætlar nú að slá það af og líklega ætla þau að láta sveitarfélagið og orkufyrirtækin sitja uppi með þann kostnað sem fallin er til vegna verkefnisins.  

Einnig man ég ekki eftir því að Steingrímur J. Sigfússon formaður VG hafi lagt það til við sveitarstjórnina hér að hún hætti við þessi áform, hvorki núverandi sveitarstjórn né fyrrverandi sveitarstjórn sem Vinstri grænir áttu aðild að meirihlutanum. 

 


Eigum við að segja stopp við fjölgun ferðamanna?

Það er sérkennilegt að hlusta á umræðurnar um mikilvægi þess að draga úr þenslu í landinu. Eitt það fyrsta sem Vinstri Grænum, Samfylkingunni og Íslandshreyfingunni dettur í hug til að slá á þensluna, er að stöðva og drepa niður frumkvæði og áform heimamanna hér á Húsavík og nágrenni um uppbyggingu á umhverfisvænni stóriðju á Bakka við Húsavík. Ég hef ekki orðið var við neina þenslu hér á þessu svæði sem þarf að ná niður nema síður sé. Ég held að allir stjórnmálaflokkar ættu að beita sér fyrir því að slá á þenslu á þeim svæðum þar sem hún er. Frekar en að berjast gegn frumkvæði heimamanna og draga úr þeim kjarkinn í þeirri viðleitni sinni að treysta búsetuskilyrði á sínu landsvæði til framtíðar.

Ein leiðin til að draga úr þenslu gæti verið að draga úr fjölgun ferðamanna sem koma hér til landsins. Eða segja bara stopp við fjölgun ferðamanna í ein fimm ár eða svo.  Þessi fimm ár gætum við einbeitt okkur að því að ná fleiri krónum út úr hverjum þeim ferðamanni sem hingað vogaði sér að koma.

Með þessari aðferð sláum við tvær flugur í einu höggi. Eftirspurn eftir áli mun dragast saman og því ólíklegra að þörf verði fyrir fleiri álver í heiminum. Sérstaklega ef öll lönd í heiminum færi að fordæmi okkar og settu stopp á ferðamannstraum og segðu allri þeirri mengun og umhverfisspjöllum sem þessum iðnaði fygldi stríð á hendur. Einnig munum við hlífa hinni stórkostlegu íslenskri náttúru við þessum mikla ágangi og mengun sem ferðarmönnum fylgir. 

Nei, nei við höfum val. Áfram árangur og ekkert stopp og settu x við B


Næsta ríkistjórn Sjálfstæðisflokkur og VG

Sjálfstæðismenn munu nota landsfundinn um næstu helgi til að móta stefnu sína þannig að auðvelt verði fyrir þá að mynda nýja ríkistjórn með VG. Í drögum að ályktum fyrir landsfundinn segir eftirfarandi. Vegna þenslu er mikilvægt að hægja ferðina í virkjunarmálum og nauðsynlegt að klára rammaáætlun um virkjanakosti. Ekki er ástæða til að ríkisvaldið beiti sér fyrir frekar fyrir uppbyggingu stóriðju. Þetta þýðir á mannamáli STOPP.  Með samþykkt á ályktun eins og þessari er flokkurinn að segja það að ríkið sem eigandi af Landsvirkjum muni ekki beita fyritækinu til frekari uppbyggingar í stóriðju. Það er greinilegt að þessu ætlar flokkurinn að sýna VG það að hann er allveg tilbúinn að versla með stóriðjumálin. Um þetta hafa líklega Steingrímur J. og Geir samið á leynifundinum fræga um daginn.

Ætlum við kjósendur virkilega að kjósa yfir okkur hreinræktaða íhalds- og afturhaldsstjórn til að fara með stjórn í þessu landi næstu fjögur árin. Ég vona að við berum gæfu til að sú staða komi ekki upp eftir kosningar að þessi möguleiki verði fyrir hendi.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gunnlaugur Stefánsson

Höfundur

Gunnlaugur Stefánsson
Gunnlaugur Stefánsson

Forseti sveitarstjórnar Norðurþings

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...savikurhofn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband