Mesta fylgi við XB í Norðausturkjördæmi.

Samkvæmt könnun Fréttablaðsins í dag er fylgi við Framsóknarflokkinn aðeins rúm 10%. Þetta fylgi gefur okkur sex þingmenn, alla í landsbyggðarkjördæmunum. Það ánæjulega við þessa slæmu könnun er að fylgi flokksins hér í Norðausturkjördæmi er á uppleið, og það mesta sem flokkurnn mælist með. Samkvæmt könnunni erum við með 23,8% fylgi hér. Þessi þróunn er allveg í samræmi við mínar tilfinningar um að flokkurinn er á uppleið. Mikil vinna frambjóðenda og stuðningsmanna Framskóknarflokksins hér í kjördæminu mun skila okkur mun hærri niðurstöðu úr kosningunm. Nú verða allir að leggjast á eitt og vinna þrotlaust í að kynna málstaðinn og mikilvægi þess að flokkurinn fái góða niðurstöðu í þessu kjördæmi.

Ég treysti Framsóknarflokknum best til að berjast með okkur heimamönnum hér í Þingeyjarsýslum fyrir uppbyggingu á álveri á Bakka við Húsavík, og tryggja okkur öll þau jákvæðu áhrif sem slík framkvæmd hefði á okkar samfélag.

Áram nú framsóknarmenn um land allt, nú tökum við til hendinn og öflum okkur ásættanlegs fylgis í kosningunum þann 12 maí n.k.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnlaugur Stefánsson

Höfundur

Gunnlaugur Stefánsson
Gunnlaugur Stefánsson

Forseti sveitarstjórnar Norðurþings

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 15081

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...savikurhofn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband