29.4.2007 | 15:58
Ný könnun RÚV í Norðausturkjördæmi.
RUV birti nýja könnun í Norðausturkjördæmi áðan. Í könnunni kemur fram að Sjálfstæðisflokkur er með 28% fylgi og þrjá menn. Framsóknarflokkur er með 21,9% fylgi og tvo menn. Vinstri Grænir eru með 23,9% og tvo menn. Samfylking er með 19,7% og tvo menn. Sérstaklega er ég ánægður með niðurstöðu Framsóknarflokksins hér í Þingeyjarsýslum þar sem hann mælist með 31,7% og þar með eigum við ekki langt í að ná kjörfylgi okkar í sveitarstjórnarkosningunum 2006 í sveitarfélaginu Norðurþingi.
Tvennt vekur mikla athygli í þessari könnun, það er hversu lítið fylgi Steingrímur J. Sigfússon og VG hefur í sinni heimasýslu miðað við flugið á VG á landsvísu. Hitt er að VG er með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri. Sérstaklega miðað við að Sjálfstæðisflokkurinn er með fyrrverandi bæjarstjóra Kristján Þór Júlíusson í fyrsta sæti, en hjá VG er einungis Akureyringur í fjórða sætinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnlaugur Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.