Hvað með eitt lítið sætt álver?

Við hjónakornin fengum okkur göngutúr í björtu og fallegu veðri hér í nágreni Húsavíkur í dag. Við keyrðum út í Eyvíkurfjöru hér rétt norðan við fallega bæinn okkar. Síðan gengum eftir fallegri sandfjörunni og öldurnar léku við skeljar og steina við fætur okkar. Leið okkar lá síðan upp á Héðinshöfðan þar sem blasti við okkur allur Skjálfandaflóinn í sinni fegurstu mynd. Lundey og Flatey sáust vel með sjóndeildarhringin, Kinnafjöllin og Víknarfjöll í baksýn. Grásleppukarlar að vitja neta sinna úti á sléttum sjávarfletinum skammt frá landi, og fuglin að leika sér í uppstreyminu frá hömrunum.

Ég sat þarna á höfðanum og horfði yfir í Bakkaland  við Húsavík þar sem álverslóðin fræga er og reyni að sjá fyrir mér mannvirkin, sem fyrirhugað er að rísi þar.

Ég hugsað til Einars Ben athafnaskálds sem dvaldi á sínum unglingsárum á Héðinshöfða sem er næsta jörð við Bakka. Ég er viss um að Einari Ben hefði hugnast  þessi fyrirhugaða framkvæmd vel við túngarðin á Héðinshöfða. Og ég er viss um að oft hefur hann horft á þetta svæði og velt því fyrir sér hvernig það gæti nýst vel fyrir samfélagið sem hann bjó í. Honum hefði þótt áhugavert að sjá hvaða hugmyndir væru nú í gangi með virkjun háhitasvæðana á Þeystareykjum til verkefnisins og að nota ætti umhverfisvænustu orku í heimi.

Hvað með eitt lítið sætt álver?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

já Gulli það er fallegt þarna við Skjálfandaflóann og vona ég að það verði af þessum framkvæmdum, aldrei að vita hvort maður myndi ekki prófa að flytja aftur í heimahagana ef næg atvinna yrði á næstu árum

Hallgrímur Óli Helgason, 15.4.2007 kl. 22:36

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Yfirgefnu húsin fyrir austan sem nú eru full af bjartsýnu fólki voru líka lítil og sæt...

Gestur Guðjónsson, 15.4.2007 kl. 23:34

3 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Og þessi færsla var alveg sérlega sæt

Margrét Elín Arnarsdóttir, 16.4.2007 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnlaugur Stefánsson

Höfundur

Gunnlaugur Stefánsson
Gunnlaugur Stefánsson

Forseti sveitarstjórnar Norðurþings

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 15037

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...savikurhofn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband