Snögg í bólið.

Það er naumast hvað Ingibjörg Sólrún var snögg upp í bólið hjá Geir. Skyldu þau hafa gert þetta áður? Já, ætli það ekki, ætli þetta hafi ekki allt verið klárt fyrir kosningar hjá þeim skötuhjúum. Hvar eru hugsjónir Samfylkingarinnar um turnana tvo og markmið þeirra að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkin í íslenskri pólitík. Er búið að henda þessu göfuga markmiði fyrir borð? Ekki mun líða að löngu áður en fylgið fer að reytast af Samfylkingunni og flokkurinn lendir í sömu öngstrætum og Framsóknarflokkurinn og gamli Alþýðuflokkurinn í samstarfi við Sjálfstæðisflokkin. Ég minni á að fylgi Framsóknarflokksins var rúm 23% í upphafi samstarfsins árið 1995. Þetta er klókt hjá Sjálfstæðisflokknum að slá þennan helsta keppinaut sinn niður með þessum hætti. Þeir grípa agnið og rjúka í ríkistjórn blinduð af hungri í völd og ráðherrastóla.

Margir töluðu um að stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi verið hægrisinnuð, ég er nokkuð viss um að þessi væntanlega ríkistjórn verði hægriöfgastjórn í samanburði við hina.


Allt í plati, bara djók hjá Vinstri grænum!

Stóriðjustopp engir úrslitakostir!

Sá á Visi.is að haft er eftir Steingrími J. Sigfússyni að stóriðjustopp væru engir úrslitakostir VG í stjórnarmyndurnarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Halló! var þetta ekki eitt helsta kosningamál VG? Hvað er með önnur kosningamál þeirra? Var ekkert að marka þau heldur? Veit Kolbrún af þessu? Veit Guðfríður Lilja af þessu?  Vita allir hinir frambjóðendur VG af þessu? Þetta er líklega ástæða þess að Ómar Ragnarsson sá sig knúin til að fara í framboð. Hann sá það fyrir að VG myndi fara á duglegt lóðarí eftir kosningar og selja stóriðjumálin ódýrt fyrir það eitt að komast upp í ból hjá íhaldinu og fá nokkra góða ráðherrastóla að launum. 

Það er áberandi hvað Vinstri grænir eru tilbúnir að selja sig ódýrt til að komast á valdastóla. Þeir eru meira segja búnir að velta upp þeirri hugmynd að Framsóknarflokkurinn geti varið minnihlutastjórn VG og Samfylkingarinnar.  Þvílíkt ímyndarafl og hungur í völd. Það er hægt að nota Framsókn til að verja valdastóla VG. Mér hefur nú helst skilist á þeim að framsóknarmenn væru ekki nýtilegir til nokkurs skapaðar hlutar og best væri ef þeim væri útrýmt úr hinu pólitíska litrófi. Jafnvel hefur manni skilist á VG fólki að best væri ef okkur verði eytt af yfirborði jarðar í eitt skipti fyrir öll.


Merkilegir þessir kjósendur Sjálfstæðisflokksins!

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi hljóta að vera mjög sérstakt fólk. Það er ljóst að siðferðisvitund þeirra er eitthvað öðruvísi en þorra annara kjósanda hér á landi. Ég á erfitt með að trúa því að fólkið sem kaus XD í suðurkjördæmi muni geta litið á Árna Johnsen sem sinn fulltrúa á þingi. Ég hef einnig heyrt að sjálfstæðismenn víða um land muni ekki telja hann fulltrúa sinn og munu nota hvert tækifæri á að afneita honum.

Það verður spennandi að fylgjast með hvernig þingflokkur Sjálfstæðisflokksins meðhöndli þingmannin á komandi kjörtímabili.  Ætli þeir muni ekki reyna að láta sem minnst á honum bera og honum verði ekki falin nein ábyrðarstörf á vegum flokksins.


mbl.is 22% strikuðu yfir Árna Johnsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómurinn fallinn.

Kjósendur hafa talað og skilaboð þeirra eru skýr. Framsóknarflokkurinn á ekki að fara í ríkistjórn. Til þess hefur hann ekkert umboð. Sjálfstæðisflokkurinn getur valið á milli Vinstri Grænna og Samfylkingarinnar hvorn flokkinn þeir vilja frekar. Það er nauðsynlegt fyrir okkur framsóknarmenn að taka okkur hlé frá ríkistjórnarsetu og byggja flokkinn aftur upp og auka tiltrú kjósanda á honum. Við þurfum ekkert að vera hrædd við að kjósendur kalli okkur ekki aftur til ábyrðar í íslenskum stjórnmálum. Stefna flokksins og það sem hann stendur fyrir á fullt erindi við fólkið í landinu og þess vegnu munu kjósendur kalla hann aftur til ábyrðar.

Ég hef á undanförnum árum haft miklar áhyggjur á stöðu flokksins á höfuðborgarsvæðinu og þeirri ímynd sem hann hefur skapað sér þar. Mikil áhersla hefur verið lögð á að auka fylgi flokksins á höfuðborgarsvæðinu með ýmsum aðgerðum. Það er orðið allveg ljóst að sú aðferðarfræði sem átti að verða til fylgisaukningar hefur mistekist hrapalega.

Ég er þeirra skoðunar að flokkur eins og Framsóknarflokkurinn eigi að einbeita sér að rótum sínum og byggja markvisst og agað ofan á þann grunn. Árangusleysi flokksins er algert í Reykjavík. Í Reykjavík suður og norður fær flokkurinn aðeins rúm 4200 atkvæði þar sem um 110.000 manns eru búsett. Hvað var verið að gera í þessari kosningabaráttu á þessu svæði? Hvar er kjarnin í flokknum á þessu svæði? Hvernig var unnið? Ég bara skil þetta alls ekki!  Ég fullyrði að fylgi flokksins hér Þingeyjarsýslu hafi verið mjög gott. Líklega hefur flokkurinn fengið héðan úr Þingeyjarsýslu ca. 1100 atkvæði af svæði þar sem um 5000 manns búa, 35 til 40% fylgi. Hér hefur okkur tekist að höfða til fólks bæði í alþingiskosningu og sveitarstjórnarkosningum. Hér horfir fólk til flokksins sem stjórnmálaafls sem lætur verkin tala og fólk treystir á hann til góðra verka. 

Ég er viss um að víðar á landsbyggðinni er horft til framskónarmanna með svipuðum hætti og okkar hér. Á þessum grunni á að byggja og alls ekki slíta eða veikja þessar rætur, ef ekki er hlúð að þessum rótum mun flokkurinn veikjast enn frekar á landsvísu.


Samfylkingin lofar stóriðju á Bakka!

Fékk í dag pésa frá Samfylkingunni þar sem lofað er stuðningi við fyrirhugaða uppbyggingu á álveri á Bakka við Húsavík.

Þar segir eftirfarandi:

Við höfum í kosningarbaráttunni heitið Þingeyingum stuðningi við undirbúningsvinnu þeirra að nýtingu þingeyskrar orku til byggingar álvers á Bakka. Hugmyndir Þingeyinga í því máli fer því saman við áherslur okkar um  forgangsröðun stóriðjuverkefna, nátturuvernd, tímasetningu gagnvart efnahagskerfinu og öðrum þáttum. Við boðum enga stöðnun heldur uppbyggingu.

Reiknað er með því að ákvörðun um uppbyggingu hér á Bakka verði teknar á næstu mánuðum. Fellur það að stefnu Samfylkingarinnar að taka þessa ákvörðun og hefjast handa við framkvæmdirnar í beinu framhaldi?

Þetta er einungis tilraun þeirra til að afla atkvæða hér á svæðinu. Það væri gaman að vita hversu stór hluti væntanlegra þingmanna Samfylkingarinnar verður tilbúinn að styðja þessa framkvæmd þegar á reynir.

 


Er sá gamli að vakna?

Nú má ekki slaka á, allir verða að leggjast á eitt og tryggja Framsóknarflokknum góða niðurstöðu á laugardaginn. Þjóðin þarf á Framsóknarflokknum að halda til að stuðla að áframhaldandi framþróun á íslensku samfélagi. Flokkur sem setur manninn og velferð hans í öndvegi, án þess að dregið sé úr möguleikum komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum er hverri þjóð nauðsynlegur. Ég held að þjóðin sé að átta sig á þessu og hætt að hlusta á úrtöluraddir sem hafa talið mikilvægt að ýta flokknum til hliðar í íslenskri pólitík. Og jafnvel kveðið svo fast að nauðsynlegt sé að útrýma framsóknarmönnum.

Áfram árangur - ekkert stopp er krafa okkar.

 


mbl.is Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ríkistjórnin fallin?

Þessi könnun sýnir að ríkistjórnin er fallin og ný ríkistjórn Kaffibandalagsins í burðaliðnum. Það kostulega við þessa væntanlega ríkistjórn sem stjórnarandstaðan sammæltist um að reyna að mynda er að ekki nema 2% þjóðarinnar vill fá hana til valda. Það verður gaman að fylgjast með þeim viðræðum og sjá á hvaða málum menn takast helst á um. Verður það umhverfismál, innflytjandamál, samgöngumál, byggðamál eða kvótamál sem erfiðast verður fyrir þá að semja um? Enn virðist VG vera á niðurleið. Því meira sem VG verður sýnilegt því færri ætla að kjósa þá. Það hlýtur að valda forustumönnum VG áhyggjum að trúverðugleiki þeirra er að hverfa og mun enn minnka fram á kjördag. Ætli Steingrímur J. ætli enn að gera kröfu til forsætisráðherrastólsins eða er Ingibjörg Sólrún orðin ótvíræður leiðtogi flokka Kaffibandalagsins?
mbl.is Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála Valgerði.

Ég er allveg sammála Valgerði Sverrisdóttur að ef fylgi Framsóknarflokksins verði eitthvað í líkingu við þær skoðanakannanir sem við erum að sjá þessa daganna, kemur ekki til greina að fara í ríkistjórn. Nauðsynlegt fylgi flokksins svo hægt sé að fara aftur í ríkistjórn er 15% að lámarki. Ég útiloka einnig frá mínum bæjardyrum séð að flokkurinn fari í þriggja flokka ríkistjórn með Samfylkingu og Vinstri Grænum nema fylgið verði yfir 15%. 

Eftir yfirlýsingu Valgerðar og raunar Guðna líka virðist liggja fyrir að ný ríkistjórn muni taka við hér að loknum kosningum. Sagði ekki Kristján Þór að hann vildi fara í ríkistjórn með Samfylkingunni í fyrirtækjaheimsókn á Dalvík?

Það væri þó aldrei þannig að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking væru nú þegar búin að bindast fastmælum um að mynda saman ríkistjórn eftir kosningar.

 


mbl.is Valgerður: Framsóknarflokkur ekki í ríkisstjórn með svona lítið fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er allt að koma hjá Jóni.

Framsóknarflokkurinn mælist nú með 7% í Reykjavík norður og vantað aðeins herslumunin að ná inn Jóni Sigurðssyni sem kjördæmakjörnum þingmanni. Það er afar mikilvægt fyrir okkur framsóknarmenn að formaðurinn fái góða kosningu og nái örugglega kjöri í kosningunum þann 12 maí n.k.

Einnig er minnkandi fylgi VG að verða mjög áberandi í þessum skoðankönnunum. Það verður spennandi að sjá hvort þeir fái meira eða minna upp úr kjörkössunum en allar þessar kannanir hafa verið að gefa til kynna. Ég held að þeir fái minna.


mbl.is Gallupkönnun: Formaður Framsóknar nær ekki kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað meinar Kristján Möller?

Kristján Möller fer hér um hérað og reynir að telja okkur íbúum í Þingeyjarsýslu trú um að Samfylkingin vilji að reist sé álver við Bakka á Húsavík. Hver er stefna Samfylkingarinnar í stóriðjumálum?

í Fagra Ísland segir eftirfarandi.

Í kjölfar Kárahnjúkavirkjunar er tímabært að Íslendingar skipti um gír, tryggji jafnræði atvinnugreina og byggi skipulega upp atvinnulíf framtíðarinnar þar sem náttúrugæði landsins eru nýtt með sjálfbærum hætti. Samfylkingin leggur til að við núverandi aðstæður verði frekari stóriðjuáformum slegið á frest. Nú þarf áhersla á hátækni- og þekkingariðnað að haldast í hendur við nýsköpun í ferðaþjónustu og hefbundnum atvinnugreinum, sjávarútvegi og landbúnaði.

Einnig segir í Fagra Íslandi.

Að ákvörðunum um frekari stóriðjuframkvæmdir verði frestað þangað til fyrir liggur nauðsynleg heildarsýn yfir verðmæti nátturusvæða Íslands og verndun þeirra hefur verið tryggð.

Einnig leggur Samfylkingin til í Fagra Ísland  að Skjálfandafljótið verði friðað.

Allt í þessu segir mér að málflutningur Kristjáns Möller hér í kjördæminu sé einn blekkingarleikur í von um athvæði og hann tali alls ekki í takt við stefnu Samfylkingarinnar í þessum málum.

Það er nefnilega þannig að ákvörðun um byggingu álvers hér við Húsavík verður tekinn innan fimmtán mánaða í síðasta lagi, og líklega verður ákvörðunnin tekinn á næstu átta mánuðum.

Það að leggja það til að Skjálfandafljótið verði friðar áður fyrir liggur hvernig orkuöflun álversins á Bakka verður háttað fer alls ekki saman við það þykjast að vera stuðningsmaður álvers.  Það er ekki hægt að loka alfarið á það á þessum tímapunkti að við þurfum ekki að nýta þá vistvænu orku sem virkjun Skjálfandafljótsins felur í sér til atvinnuuppbyggingar hér í héraðinu. Það er nauðsynlegt að ransaka háhitasvæðin hér vel áður enn ákvörðun um slíkt er tekinn.

Þingeyingar góðir og norðlendingar allir ég vara ykkur við að trúa málflutningi Samfyklingarinnar í málefnum sem snúa að uppbyggingu á álveri við Bakka. Þarna er úlfur í sauðagæru, stefna Samfylkingarinnar boðar ekkert annað en stopp á okkar góðu áform.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gunnlaugur Stefánsson

Höfundur

Gunnlaugur Stefánsson
Gunnlaugur Stefánsson

Forseti sveitarstjórnar Norðurþings

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 15109

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...savikurhofn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband