Kom sá og sigraði.

Það  var lagið, Aggi. Nú hafa bæði afi Aggi og afi Maggi segið í gegn á veraldarvefnum og er ég viss um að hróður ykkar allra eigi eftir að heyrast um alla heimsbyggðina. 

Ég skora á alla að fara á tónleika hjá Ljótu hálfvitunum og upplifa stórkostlega skemmtun.


mbl.is Sonur hafsins sigraði sjómannalagakeppni á Rás 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin sjálfafgreiðsla lengur!

Skildi þetta eiga við fleiri fyrirtæki en Landsvirkjun? Verða bankarnir og önnur fyrirtæki í landinu að passa sig á að taka ekki neinar ákvarðanir án þess að bera það undir nýja valdhafa.  

 Mér finnst ráðherran byrja heldur illa með útsendingu þessara skilaboða. Taka sjálfstæðismenn undir þessi orð hæstvirts Iðnaðarráðherra.


mbl.is Össur segir ríkisstjórnina ekki munu ráðast í Norðlingaölduveitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingjuóskir til ríkisstjórnar.

Ég óska þjóðinn til hamingju með nýja ríkisstjórn og óska henni velfarnaðar í starfi sínu. Einnig óska ég öllum ráðherrum til hamingju með nýju embættin. Ég sem Forseti sveitarstjórnar Norðurþings vona að samstarf sveitarstjórnar Norðurþings og nýrra ráðherra verði farsælt og árangursríkt íbúum sveitarfélagsins og Íslendingum öllum til hagsbóta.


Átti ekki að láta taka Ísland af lista hinna staðföstu?

Er það ekki rétt munað hjá mér að Ingibjörg Sólrún ætlaði að láta það verða sitt fyrsta verk að taka Ísland af lista yfir hinar staðföstu þjóðir ef hún kæmist í ríkistjórn? Er þessi frægi listi kanski ekki til og ekki af neinum lista að taka? Eða seldi Samfylkingin þetta loforð sitt fyrir eitthvað annað enn mikilvægara í samningum sínum við Sjálfstæðisflokkin. Eða var loforðið bara selt fyrir valdastóla?

Ég held að það væri nú lag fyrir okkur framsóknarmenn að óska eftir því við hina nýu ríkistjórn að Ísland verði tekið af lista yfir hinar staðföstu og stríðsglöðu þjóðir og leggjast á árar með VG í því verkefni.


Varð undir vegna kynferðis.

Gunnari Svavarssyni var hafnað í ráðherrastól vegna þess að hann var karl en ekki kona. Þetta er umhugsunarefni þegar fólk er valið til starfa eingöngu vegna kynferðis. Kjósendur Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi völdu Gunnar til forustu en ekki Þórunni. Formaður Samfylkingarinnar breytir þessari röð og velur Þórunni til forustu og hafnar Gunnari. Merkilegur flokkur þessi Samfylking. Ganga menn ekki jafnir í þessari fylkingu.

Það gengur bara betur næst Gunnar, þinn tími mun koma, enda maður framtíðarinnar.


mbl.is Gunnar sóttist eftir ráðherraembætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hana nú, og hafið það.

Jæja, hvernig ætli helsta kosningarmálið hér í Norðausturkjördæmi verði afgreitt í stjórnarsáttmálanum? Iðnaðarráðherra verður Össur Skarphéðinsson og Umhverfisráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir. Ég bíð spenntur. Báðir stjórnarflokkarnir marglofuðu því að tryggja framgang verkefnisins um álver á Bakka kæmust þeir til valda.


mbl.is Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki byrjar það glæsilega!

Fimm karlar og ein kona í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins. Var þetta ekki eitthvert gabb. Eru þingkonur þeirra fyrir utan Þorgerði virkilega ekki hæfar til að sitja á ráðherrastólum. Allveg furðulegt að stjórnmálaflokkur á tuttugustu og fyrstu öldinni skuli ekki gæta meira jafnræðis á milli kynja.

Einnig er það ekki álitlegt að sjálfstæðismenn hafi eftirlátið Samfylkingunni bæði Umhverfisráðuneytið og Iðnaðarráðuneytið. Það verður spennandi að sjá hvernig tekið verður á stóriðjumálum í stjórnarsáttmálanum.

 


mbl.is Guðlaugur Þór verður heilbrigðisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvita á að byggja álver á Bakka.

Þetta er góð skoðanakönnun fyrir okkur sem stjórnum sveitarfélaginu Norðurþingi. Við erum greinilega að vinna í takt við vilja fólksins í sveitarfélaginum enda í skýru umboði þess. Ég er mjög ánægður með að íbúar taki svona afdráttarlausa afstöðu í þessu máli og styðji þessa fyrirhuguðu uppbyggingu heilshugar. Þessi afstaða sýnir að íbúar eru vel meðvitaðir um þá neikvæðu íbúaþróunn sem hér á sér stað og mikilvægi þess að snúa henni við sem fyrst. Uppbygging álvers á Bakka er eitt mikilvægt skref til þess en alls ekki það eina. Við sveitarstjórnarmenn erum vel meðvitaðir um að fjölbreytt atvinnulíf og mannlíf er undirstaða kraftmikils og framfarasækið samfélag.

Þessi skoðanakönnu ætti nú að varða til þess að andstæðingar uppbyggingar álvers á Bakka létu af andstöðu sinni og legðust á árar með okkur hér heima í héraði og gera þessa framkvæmd að veruleika. Það er ljóst að andstæðingar verða að finna einhver önnur rök en að fólkið sem býr á svæðinu vilji hana ekki.

Ég skora á stjórnvöld og alla þingmenn að mynda sátt um uppbyggingu á álveri á Bakka við Húsavík. Þessi sátt gæti verið á þann veg að ríkistjórn og allir flokkar á þingi samþykki að af þessari uppbyggingu verði og að sáttin sé vegna þess að hún sé mikilvæg í byggðalegu sjónarmiði og í samræmi við vilja íbúa svæðisins. 


mbl.is Aukinn stuðningur við álver á Bakka á Norðausturlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörmulegar fréttir.

Þetta eru ótrúlegar fréttir. Nánast fyrirvarlaust er bara ákveðið að hætta þessum rekstri. Hverjir eiga þetta fyrirtæki? Eru hluthafar að fara með fúlgur fjár út úr þessum rekstri? Er þessi tímasetning tilviljun eða er hún vandlega skipulögð af einhverjum sem hefur haft hagsmuna að gæta nokkrum dögum fyrr um að slæmar fréttir færu ekki í loftið á vestfjörðum?

 


mbl.is 65 manns og sjómönnum á 5 bátum sagt upp hjá Kambi á Flateyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spá um ráðherraskipna

Mín spá um ráðherraskipan í ríkistjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er eftirfarandi.

Forsætisráðherra Geir Haarde

Fjármálaráðherra Þorgerður Katrín

Utnaríkisráðherra Ingibjörg Sólrún

Félagsmálaráðherra Össur Skarphéðinsson

Heilbrigðisráðherra Ásta Möller

Landbúnaðarráðherra Árni Matt.

Sjávarútvegsráðherra Sturla Böðvarsson

Umhverfisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir

Iðnaðar og viðskiptaráðherra Guðlaugur Þór

Samgönguráðherra Gunnar Svavarsson

Menntamálráðherra Katrín Júlíusdóttir

Dómsmálaráðherra Björgvin G.

Ég veit ekki hvað flokkarnir ætla að gera við þá nafna Kristján Þór Júlíusson og Kristján Möller. Ég er hræddur um að þeir verði settir til hliðar vegna jafnréttissjónarmiða í sínum flokkum.

Það eru spennandi dagar framundan og verður gaman að fylgjast með því hverning flokkarnir ætla að semja um viðkvæm og mikilvæg mál.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gunnlaugur Stefánsson

Höfundur

Gunnlaugur Stefánsson
Gunnlaugur Stefánsson

Forseti sveitarstjórnar Norðurþings

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 15071

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...savikurhofn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband