29.4.2007 | 20:45
Jón góður í Kastljósinu.
Gaman að sjá hversu góður og öruggur Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins var í Kastljósinum nú í kvöld. Það er greinilegt að þarna fer maður sem hefur yfirgripsmikla þekkingu á sínu viðfangsefni. Hann svaraði öllum fyrirspurnum á skýran og góðan hátt, fyrirspyrjendur komu ekki að tómum kofanum hjá honum. Hann kom vel til skila að áfram verði haldi á sömu braut í að bæta öll búsetuskilyrði okkar íslendinga. Hann var einstaklega rólegur og kom mjög vel fyrir. Ég held að hann hafi stimplað sig mjög vel inn í þessum þætti sem mun skila sér vel í kosningunum. Markmið hans í pólitík er skýrt. Árangur áfram og ekkert stopp.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnlaugur Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón Sigurðsson stóð sig ákaflega vel í sjónvarpinu í kvöld. Ef einhver ætti skilið
að komast á þing þá er það hann. Vill svo til að hann er í mínu kjördæmi þannig
ég mun ekki vera í vandræðum með mitt atkvæði. Og baráttukveður til ykkar fyrir
austan. Þetta er allt að koma!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.4.2007 kl. 21:13
Þú hlýtur að vera grínast ? - Jón var algerlega úti á túni - eins og flestir úr þessum forna bændaflokki enda eiga þeir að vera úti á túni
Páll Jóhannesson, 29.4.2007 kl. 21:32
Gott að vera út á túni Páll og anda að sér hreina fjallaloftinu. Verra að vera
nirðri skurði og komast hvergi eins og þið kratar í dag........
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.4.2007 kl. 21:57
Tekur undir hvert orð hjá þér Guðmundur, Jón var góður í kvöld.
Jóhanna Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 22:05
Hafa búsetuskilyrði batnað á undanförnum árum í litlum sjávarbyggðum?Skyldi framsal og leiga á kvóta hafa eitthvað með það að gera?Hvaða flokkar stóðu fyrir því að fiskurinn sameign þjóðarinnar var afhentur nokkrum flokksgæðingum í útvegi? Ég heyrði ekki Jón form.ræða neitt um þetta.
Kristján Pétursson, 29.4.2007 kl. 22:19
Já það er svo margt í dag sem Framsóknarmenn vilja ekki ræða - ég skil það vel - þeir vilja auðvitað að það fenni í sporin sem allra allra fyrst
Páll Jóhannesson, 29.4.2007 kl. 22:50
Ánægður með Jón. Skil vel að kratarnir fari í fjóshauginn að leita að lýsingum
Gestur Guðjónsson, 30.4.2007 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.