Trúverðugleikinn enginn!

Það virðist ekki vera bara bankarnir, og ríkistjórnin sem hafa misst allan sinn trúverðugleika. Núna liggur það fyrir að trúverðugleiki fjölmiðlana á Íslandi er fokinn út í veður og vind. Og þar með eru blaðamenn komnir í hóp með fjármálamönnum og þingmönnum sem ekki hafa unnið vinnu sína af samviskusemi og heiðarleika á undanförnum misserum.

Ekki veit ég hverjum á að trúa og treysta á þessu skeri.  Það virðast allir í keppast við að segja manni ósatt eða í besta falli ekki allan sannleikann.

Á morgun er líklega best að fara í heimsókn upp á elliheimili og spjalla við ömmu gömlu. Hún er 94 ára gömul heiðurskona sem lifað hefur tímana tvo.  Ég ætla að biðja hana um mat á stöðu þjóðarinnar nú á tímum efnahagsþrenginganna og hvað framtíðin beri í skauti sér.  Ekki trúi ég öðru en ég fái mjög faglegt mat á stöðunni og skýrar leiðbeiningar um hvernig best sé að fara í gegnum kreppuna. Ég mun allveg örrugglega frekar fara eftir hennar leiðbeiningum en einhverra úr hópi þingmanna, fjármálamanna eða blaðamanna.


mbl.is Upptaka af útskýringum ritstjóra DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákvörðun um frestun ekki komin frá Alcoa!

Ætli það séu einhverjir aðrir sem vilji fresta þessari mikilvægu framkvæmd, eða koma henni fyrir kattarnef??
mbl.is Engin ákvörðun um að fresta álveri á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bakkaálver ekki á dagskrá!

Alcoa hefur ekki tilkynnt okkur heimamönnum að þetta verkefni sé ekki á dagskrá hjá þeim næstu árin. Ef búið er að ákveða að verkefnið sé ekki á dagskrá næstu árin þá er það einhver annar en Alcoa sem hefur tekið þá ákvörðun. Hver skildi það vera???  Eitt er þó ljóst að við heimamenn höfum ekki tekið neina ákvörðun sem ætti að setja málið í þessa stöðu. Hér heima í héraði nýtur þetta fyrirhugaða verkefni mikils velvilja og heimamenn áhugasamir um að það verði að veruleika.


mbl.is Hætt við stækkun í Straumsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki hissa!

Það er eina vitið hjá ríkistjórninni að gera rótækar breytingar núna. Þetta verður eina tækifærið sem hún hefur til að endurheimta eitthvað af fyrra trausti sínu hjá þjóðinni. Ráðherrarnir og stjórnarflokkarnin hafa hingað til ætlað öllum öðrum en þeim sjálfum að bæta trúverðuleika sinn.  

Athyglisvert er að margir af ráðherrum ríkistjórnarinnar hafa skriðið í felur eftir að efnahagshrunið varð hér á landi og lítið frá þeim heyrst síðan. Þessir sömu ráðherrar nutu hveitibrauðsdaganna í botn og böðuðu sig í sviðsljósi fjöðlmiðlanna við öll möguleg og ómöguleg tækifæri.

Á tímabili var ég farin að halda að forsætisráðherran væri einn í ríkistjórn landsins.


mbl.is Uppstokkun fyrir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólagjafir handa starfsmönnum

Í dag gekk ég frá pöntunum á jólagjöfum handa starfsmönnum mínum. Ég valdi að kaupa kjötvörur frá þremur gæðafyrirtækjum sem starfa hér á svæðinu og eru í framleiðslu og úrvinnslu á Íslenskum landbúnaðarafurðum. Þetta eru fyrirtækin Reykkofinn í Mývatnssveit www.hangikjot.is Viðbót ehf á Húsavík www.vidbot.is og Norðlenska hf á Húsavík www.norðlenska.is  Kíkið á heimasíðurnar og sjáið hvað er í boði.

Skora á alla að prófa vörur frá þessum fyrirtækjum.

Veljum Íslenskt.


Íslendingar drekka Íslenskan bjór

Gott er til þess að vita að við Íslendingar skulum velja innlenda framleiðslu í stað erlendar. Það er afar mikilvægt að þjóðin öll verði meðvituð um mikilvægi þess.  Það skapar bæði atvinnu og minnkar atvinnuleysi. Einnig eru kaup á Íslenskri vöru í gjaldeyrissparandi. 

Nú í jólainnkaupunum ættum við öll að hugsa um þetta og kaupa Íslenskar vörur  frekar en erlendar vörur.

 


mbl.is Teyga Jóla Kalda í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhyggjuefni.

Það er mikið áhyggjuefni ef brostin er flótti í kennarastéttina út úr grunnskólum landsins. Það að vera grunnskólakennari er eitt mikilvægasta og metnaðarfyllsta starf sem fólk getur valið sér. Af þessari frétt að dæma virðist starfið bæði vera erfitt og ekki nægilega vel borgað. Hvað er hægt að gera?

Ég held að ný ríkistjórn sem gefur sig út fyrir að ætla að vinna sérstaklega að málefnum barna ætti að láta þetta til sín taka.

Ég skora á menntamálaráðherra að hafa fumkvæði að viðræðum við sveitarfélögin í landinu um að tryggja enn frekar metnaðarfullt starf til frambúðar í grunnskólum landsins. Markmiðið ætti að vera að bæta til muna starfsumhverfi kennara, bæði hvað varðar álag í starfi og þóknun fyrir þessi störf. Það er ljóst að bæði ríki og sveitarfélög verða að bregðast strax við þessum hættumerkjum sem upp eru komin og marka aðgerðaráætlun að settu marki.


mbl.is Flótti hlaupinn í kennarastéttina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað, var ekki þriðjudagur í gær?

Er þetta virkilega orðið þannig að fólk er bara dópandi alla daga, á öllum aldri og af báðum kynum um alla borg.  Hvernig er ástandið um helgar ef þetta er svona í miðri viku? Um síðustu helgi var karlmaður handtekinn með tvö kíló af kókaíni við komu til landsins. En það varð greinilega ekki dóplaust í landinu við þá handtöku.

Það verður beita miklu meira afli í baráttunni gegn þessum vágesti t.d með auknum  fjölda starfsmanna í fíkniefnalögregluna og miklu harðari viðurlögum en gert er í dag.

Ég held að það ætti að koma fyrir gapastokk á Lækjartorgi og nota sem hegningartæki. Síðan á að láta dæmda fíkniefnainnflytjendur og fjármögnunaraðila þeirra vera þar berrassaða öðrum til viðvörunar í fjóra tíma á dag alla virka daga vikunnar óháð veðri.


mbl.is Mörg fíkniefnamál á höfuðborgarsvæðinu í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki að spyrja að heiðarleikanum.

Gaman að heyra svona frétti, heiðarleiki og náungakærleikur í fyrirrúmi.  Það er hætt við að einhverjir í hinu græðgisvædda Íslandi hefði ekki gert það sama og þessi heiðarlegu dönsku hjón. 
mbl.is Fundu veski með þúsund evrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkileg tilviljun

Föstudagurinn 1 júní var mjög gleðilegur hjá mér og minni fjölskyldu, tvöföld útskrift sona minna. En Svo óheppilega vildi til að tveir synir mínir útskrifuðust hvor úr sínum skólum á sama tíma en á sitt hvoru landshorninu. Annar var að útskrifast sem stúdent frá Flensborg í Hafnafirði og hinn úr 10 bekk í Borgarhólsskóla hér á Húsavik. En það var ekki nóg með að útskriftin lenti á sama tíma heldur fluttu báðir synir mínir ræður fyrir hönd útskriftarhópana hvor í sínum skóla á sitt hvoru landshorninu á sama tíma.

Hvenær skildi maður verða nægilega skipulagður til að lenda ekki í svona árekstrum með stóratburði í sinni eigin fjölskyldu? Það er alltaf leiðinlegt þegar ekki er hægt að taka fullan þátt í stórum tímamótum í lífi sinna eigin barna.

Árangur drengjanna var glæsilegur og pabbinn er að rifna úr monti yfir þeim.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gunnlaugur Stefánsson

Höfundur

Gunnlaugur Stefánsson
Gunnlaugur Stefánsson

Forseti sveitarstjórnar Norðurþings

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 15028

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...savikurhofn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband