Merkilegir þessir kjósendur Sjálfstæðisflokksins!

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi hljóta að vera mjög sérstakt fólk. Það er ljóst að siðferðisvitund þeirra er eitthvað öðruvísi en þorra annara kjósanda hér á landi. Ég á erfitt með að trúa því að fólkið sem kaus XD í suðurkjördæmi muni geta litið á Árna Johnsen sem sinn fulltrúa á þingi. Ég hef einnig heyrt að sjálfstæðismenn víða um land muni ekki telja hann fulltrúa sinn og munu nota hvert tækifæri á að afneita honum.

Það verður spennandi að fylgjast með hvernig þingflokkur Sjálfstæðisflokksins meðhöndli þingmannin á komandi kjörtímabili.  Ætli þeir muni ekki reyna að láta sem minnst á honum bera og honum verði ekki falin nein ábyrðarstörf á vegum flokksins.


mbl.is 22% strikuðu yfir Árna Johnsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er ábyrðastarf ? Ertu að meina ábyrgðarstörf ?  Er þessi maður Árni Johnsen ekki lagður í einelti ?  Á aldrei að gefa mönnum séns í lífinu ef þeim verða á mistök ? Og svo er verið með allskonar áætlanir á vinnustöðum og í skólum um að vinna gegn einelti.  En mikil er nú hræsnin víða í þjóðfélaginu.

fba (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 23:05

2 identicon

Ákærður fyrir glæp í nokkrum liðum. Sakfelldur og sednur í steininn. Að minnast á þá staðreynd og hafna honum inná þing er hvorki einelti eða hræsni. Kjósendur ráða hvað þeir gera og maðurinn verður að taka því. Ég hef ekki mikinn áhuga á að dæmdir glæpamenn sitji á þing og komist með klærnar aftur í almannfé.

Gústa (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 00:47

3 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

já og sat af sér dóminn, tók út sinn dóm og fékk síðan "hreinsun á mannorði" (man bara ekki hvernig í fjáranum þetta er orðað)

Árni Sigurður Pétursson, 14.5.2007 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnlaugur Stefánsson

Höfundur

Gunnlaugur Stefánsson
Gunnlaugur Stefánsson

Forseti sveitarstjórnar Norðurþings

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...savikurhofn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband