Dómurinn fallinn.

Kjósendur hafa talað og skilaboð þeirra eru skýr. Framsóknarflokkurinn á ekki að fara í ríkistjórn. Til þess hefur hann ekkert umboð. Sjálfstæðisflokkurinn getur valið á milli Vinstri Grænna og Samfylkingarinnar hvorn flokkinn þeir vilja frekar. Það er nauðsynlegt fyrir okkur framsóknarmenn að taka okkur hlé frá ríkistjórnarsetu og byggja flokkinn aftur upp og auka tiltrú kjósanda á honum. Við þurfum ekkert að vera hrædd við að kjósendur kalli okkur ekki aftur til ábyrðar í íslenskum stjórnmálum. Stefna flokksins og það sem hann stendur fyrir á fullt erindi við fólkið í landinu og þess vegnu munu kjósendur kalla hann aftur til ábyrðar.

Ég hef á undanförnum árum haft miklar áhyggjur á stöðu flokksins á höfuðborgarsvæðinu og þeirri ímynd sem hann hefur skapað sér þar. Mikil áhersla hefur verið lögð á að auka fylgi flokksins á höfuðborgarsvæðinu með ýmsum aðgerðum. Það er orðið allveg ljóst að sú aðferðarfræði sem átti að verða til fylgisaukningar hefur mistekist hrapalega.

Ég er þeirra skoðunar að flokkur eins og Framsóknarflokkurinn eigi að einbeita sér að rótum sínum og byggja markvisst og agað ofan á þann grunn. Árangusleysi flokksins er algert í Reykjavík. Í Reykjavík suður og norður fær flokkurinn aðeins rúm 4200 atkvæði þar sem um 110.000 manns eru búsett. Hvað var verið að gera í þessari kosningabaráttu á þessu svæði? Hvar er kjarnin í flokknum á þessu svæði? Hvernig var unnið? Ég bara skil þetta alls ekki!  Ég fullyrði að fylgi flokksins hér Þingeyjarsýslu hafi verið mjög gott. Líklega hefur flokkurinn fengið héðan úr Þingeyjarsýslu ca. 1100 atkvæði af svæði þar sem um 5000 manns búa, 35 til 40% fylgi. Hér hefur okkur tekist að höfða til fólks bæði í alþingiskosningu og sveitarstjórnarkosningum. Hér horfir fólk til flokksins sem stjórnmálaafls sem lætur verkin tala og fólk treystir á hann til góðra verka. 

Ég er viss um að víðar á landsbyggðinni er horft til framskónarmanna með svipuðum hætti og okkar hér. Á þessum grunni á að byggja og alls ekki slíta eða veikja þessar rætur, ef ekki er hlúð að þessum rótum mun flokkurinn veikjast enn frekar á landsvísu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Á bloggi mínu í dag hvatti ég til áframhaldandi þátttöku Framsóknar í ríkisstjórn.
Fylgistapið var ekki ríkisstjórnarþáttökunni að kenna heldur áralangri innan-
flokksvandamálum. Nú hefur nýr formaður tekist að sameina flokkinn á ný og
ekki hægt að búast við því að hann hafi getð snúið fylgistapinu við á þeim
örstutta tíma sem hann hefur haft forystu með hendi. Sé engan í dag til að
taka við og viðhalda sátt innan flokksins. Því held ég að það sé afar mikilvægt
að Jón fái umboðið áfram en til þess verður hann að verða ráðherra áfram
og hafa aðkomu að þinginu. Landlaus formaður er út í hött. Því á Framsókn
að halda áfram núverandi farsælu stjórnarsamstarfi og gefa Jóni áfram
tækifæri að byggja flokkinn upp.  Allt annað er rugl að mínu mati í þessari
stöðu. Eigum að  sækja fram en ekki að koðna endanlega niður í stjórnar-
andstoðu með formann ekki einu sinni á þingi.  Hef tröllatrú á Jóni en til þess
þarf hann sterkt bakland, sem ráðherra og ekki síst með aðkomu að störfum
Alþingis eins og hann hefur í dag.

   Samstarf við Vinstri-græn og Samfylkingu undir forystu Ingibjargar er
algjörlega út í hött að mínu mati og myndi ganga frá flokknum endanlega,
sbr R-listasamstarfið, en það þurrkaði flokkinn nánast út á höfuðborgar-
svæðinu.........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.5.2007 kl. 17:04

2 identicon

Gulli þó, ég hef alltaf sagt að þú værir yfirframsóknarmaður í Þingeyjarsýslum og samt talar þú svona. Framsókn fer í stjórn sama hvað er það ekki, verður að vinna að álveri Þingeyinga jafnvel þó hann hafi tapað 8,3% fylgi í okkar kjördæmi (og tapaði hvergi meiru). Held hann hefði gott af því að taka sér hvíld og safna kröftum. Óttast mest að frjálslyndir verði keyptir inn í hjónabandið og það finnst mér dýru verði keypt. Kveðja norður ... Jóney

Jóney (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 09:00

3 Smámynd: Jóhann Rúnar Pálsson

Held að við Framsóknarmenn séum í hálfgerðu "dilemma" núna! Hefði í raun verið betra að stjórnin hefði fallið í kosningunum með það fyrir augum að ekki komi til greina áframhaldandi stjórnarsamstarf. En ... við höfum haldið því fram að Framsóknarflokkurinn hafi staðið fyrir mörgum góðum málum á yfirstandandi kjörtímabili. Framsókn hefur stært sig af því að skorast ekki undan ábyrgð og tel ég því að við þurfum að skoða gaumgæflega hvaða kosti við höfum á því að halda áfram á sömu leið. Tel það reyndar ekki spurningu hvaða stjórnarsamstarf myndi þjóna landsbyggðarhlutanum best. Við Framsóknarmenn verðum að líta til þess að það var ekki landsbyggðarhlutinn sem hafnaði Framsóknarflokknum. Þannig að mér finnst ekki auðvelt að afsegja áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna. Einnig er það mitt álit að ef við viljum halda Jóni Sigurðssyni áfram sem formanni (sem ég vona, hef trú á Jóni) þá er mikilvægt að hann verði sýnilegur sem ráðherra og þannig hafi hann meira og betra tækifæri til að byggja flokkinn upp að nýju. En þetta er s.s. bara minn þankagangur.

Með kveðju

Jóhann Rúnar Pálsson, 15.5.2007 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnlaugur Stefánsson

Höfundur

Gunnlaugur Stefánsson
Gunnlaugur Stefánsson

Forseti sveitarstjórnar Norðurþings

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 15109

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...savikurhofn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband