3.5.2007 | 21:11
Ekki gott mál!
Þessi skoðanakönnun lofar ekki góðu fyrir Framsóknarflokkinn. Fylgishrun með ráðherra sem oddvita og konu í þokkabót. Það er allveg merkilegt hvað Framsóknarflokkurinn virðist tapa miklu fylgi um allt land á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er að bæta við sig og virðist ætla að fá mjög góða útkomu í kosningunum. Hvað vantar hjá okkur í Framsókn? Vantar okkur kanski dæmda sakamenn ofarlega á okkar framboðslista. Mér sýnist Árni Johsen ætla að raka að sér fylgi sem aldrei fyrr.´Hvað skildu Sjálfstæðismenn gera við hann þegar hann fer að krefjast embætta á næsta kjörtímabili? Þeir munu örugglega gera hann að Dómsmálaráðherra til að koma í veg fyrir að menn verði dæmdir fyrir tæknileg mistök í framtíðinni.
Framsóknarflokkur tapar fylgi í Suðvesturkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnlaugur Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vantar okkur kanski dæmda sakamenn ofarlega á okkar framboðslista. Mér sýnist Árni Johsen ætla að raka að sér fylgi sem aldrei fyrr.´Hvað skildu Sjálfstæðismenn gera við hann þegar hann fer að krefjast embætta á næsta kjörtímabili? Þeir munu örugglega gera hann að Dómsmálaráðherra til að koma í veg fyrir að menn verði dæmdir fyrir tæknileg mistök í framtíðinni.
Gunnlaugur. Ef ykkur skortir glæpamenn á listana ykkar sem ég reyndar dreg stórlega í efa, þá vill ég minna þig á að Halldór Ásgrímsson er á lausu.
Níels A. Ársælsson., 3.5.2007 kl. 23:59
Já að ég tali nú ekki um skoffínið Finn Ingólfsson ! En eitt í viðbót ! Nú eða Don Alfredó, óþokkann sem heldur um tékkheftið fyrir hátæknisjúkrahúsið ?
Níels A. Ársælsson., 4.5.2007 kl. 00:04
Sæll Níels!
Ég er orðin allveg sannfærður um að þú eigir alveg afskaplega erfitt. Ráðlegg þér að leita þér hjálpar áður en illa fer. Þú hlítur að vera hættulegur bæði sjálfum þér og öðrum.
Ég veit ekki til að neinn af þessum mönnum hér að ofan hafi hlotið dóm fyrir dómstólum, og flokkast þá ekki meðal þeirra sem hafa verið dæmdir sakamenn. En endilega ef þú veist um að þeir hafi brotið af sér skaltu kæra þá svo hægt sé að koma yfir þá lögum og reglu.
Gunnlaugur Stefánsson, 4.5.2007 kl. 03:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.