15.4.2007 | 22:28
Hvað með eitt lítið sætt álver?
Við hjónakornin fengum okkur göngutúr í björtu og fallegu veðri hér í nágreni Húsavíkur í dag. Við keyrðum út í Eyvíkurfjöru hér rétt norðan við fallega bæinn okkar. Síðan gengum eftir fallegri sandfjörunni og öldurnar léku við skeljar og steina við fætur okkar. Leið okkar lá síðan upp á Héðinshöfðan þar sem blasti við okkur allur Skjálfandaflóinn í sinni fegurstu mynd. Lundey og Flatey sáust vel með sjóndeildarhringin, Kinnafjöllin og Víknarfjöll í baksýn. Grásleppukarlar að vitja neta sinna úti á sléttum sjávarfletinum skammt frá landi, og fuglin að leika sér í uppstreyminu frá hömrunum.
Ég sat þarna á höfðanum og horfði yfir í Bakkaland við Húsavík þar sem álverslóðin fræga er og reyni að sjá fyrir mér mannvirkin, sem fyrirhugað er að rísi þar.
Ég hugsað til Einars Ben athafnaskálds sem dvaldi á sínum unglingsárum á Héðinshöfða sem er næsta jörð við Bakka. Ég er viss um að Einari Ben hefði hugnast þessi fyrirhugaða framkvæmd vel við túngarðin á Héðinshöfða. Og ég er viss um að oft hefur hann horft á þetta svæði og velt því fyrir sér hvernig það gæti nýst vel fyrir samfélagið sem hann bjó í. Honum hefði þótt áhugavert að sjá hvaða hugmyndir væru nú í gangi með virkjun háhitasvæðana á Þeystareykjum til verkefnisins og að nota ætti umhverfisvænustu orku í heimi.
Hvað með eitt lítið sætt álver?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnlaugur Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já Gulli það er fallegt þarna við Skjálfandaflóann og vona ég að það verði af þessum framkvæmdum, aldrei að vita hvort maður myndi ekki prófa að flytja aftur í heimahagana ef næg atvinna yrði á næstu árum
Hallgrímur Óli Helgason, 15.4.2007 kl. 22:36
Yfirgefnu húsin fyrir austan sem nú eru full af bjartsýnu fólki voru líka lítil og sæt...
Gestur Guðjónsson, 15.4.2007 kl. 23:34
Og þessi færsla var alveg sérlega sæt
Margrét Elín Arnarsdóttir, 16.4.2007 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.