10.000.000 frá Alcoa.

Í gær var ég viðstaddur opnun Gljúfrastofu, gestastofu þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfurm, í Ásyrgi. Jónína Bjartmars opnaði stofuna og flutti góða ræðu við það tilefni. Þetta eru orðin glæsileg hús þar sem gömlum fjárhúsum og hlöðu var breytt gestastofu. Einnig er sett þarna upp glæsileg sýning sem eflaust margir eiga eftir að skoða og njóta vel. Vonandi verður þessi aðgerð til að efla enn frekar ferðaþjónustu á svæðinu og stuðlar að enn frekari uppbyggingu á þessu sviði.

Eitt vakti sérstaka athygli mína í ræðu þjóðgarðsvarðar Sigþrúðar Stellu Jóhannsdóttur, er að Alcoa styrkti þetta verkefni um 10.000.000 kr. Að hennar sögn skipti þetta framlag miklu um að verkefnið er nú þetta langt á veg komið. Þetta er einmitt ein af ástæðum þess að við sveitarstjórnarmenn leggjum mikla áherslu á fá öflugt fyrirtæki eins og Alcoa hér inn á svæðið. Það er hverju samfélagi nauðsynlegt að hafa öflug fyrirtæki til að styðja við gróskumikið íþrótta-félags- lista- og menningalíf.

Einnig vakti það athygli mína á þessari samkomu að frambjóðendur ofarlega á listum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar létu ekki sjá sig. Þeir frambjóðendur sem eru ofarlega á listum og heiðruðu okkur með nærveru sinni voru. Birkir J. Jónsson og Huld Aðalbjarnardóttir af XB. Axel Ingvason af XF og Steingrímur J. Sigfússon af XV

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnlaugur Stefánsson

Höfundur

Gunnlaugur Stefánsson
Gunnlaugur Stefánsson

Forseti sveitarstjórnar Norðurþings

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...savikurhofn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband