15.12.2008 | 21:09
Trúverðugleikinn enginn!
Það virðist ekki vera bara bankarnir, og ríkistjórnin sem hafa misst allan sinn trúverðugleika. Núna liggur það fyrir að trúverðugleiki fjölmiðlana á Íslandi er fokinn út í veður og vind. Og þar með eru blaðamenn komnir í hóp með fjármálamönnum og þingmönnum sem ekki hafa unnið vinnu sína af samviskusemi og heiðarleika á undanförnum misserum.
Ekki veit ég hverjum á að trúa og treysta á þessu skeri. Það virðast allir í keppast við að segja manni ósatt eða í besta falli ekki allan sannleikann.
Á morgun er líklega best að fara í heimsókn upp á elliheimili og spjalla við ömmu gömlu. Hún er 94 ára gömul heiðurskona sem lifað hefur tímana tvo. Ég ætla að biðja hana um mat á stöðu þjóðarinnar nú á tímum efnahagsþrenginganna og hvað framtíðin beri í skauti sér. Ekki trúi ég öðru en ég fái mjög faglegt mat á stöðunni og skýrar leiðbeiningar um hvernig best sé að fara í gegnum kreppuna. Ég mun allveg örrugglega frekar fara eftir hennar leiðbeiningum en einhverra úr hópi þingmanna, fjármálamanna eða blaðamanna.
Upptaka af útskýringum ritstjóra DV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.12.2008 kl. 00:47 | Facebook
Um bloggið
Gunnlaugur Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.