Hvað, var ekki þriðjudagur í gær?

Er þetta virkilega orðið þannig að fólk er bara dópandi alla daga, á öllum aldri og af báðum kynum um alla borg.  Hvernig er ástandið um helgar ef þetta er svona í miðri viku? Um síðustu helgi var karlmaður handtekinn með tvö kíló af kókaíni við komu til landsins. En það varð greinilega ekki dóplaust í landinu við þá handtöku.

Það verður beita miklu meira afli í baráttunni gegn þessum vágesti t.d með auknum  fjölda starfsmanna í fíkniefnalögregluna og miklu harðari viðurlögum en gert er í dag.

Ég held að það ætti að koma fyrir gapastokk á Lækjartorgi og nota sem hegningartæki. Síðan á að láta dæmda fíkniefnainnflytjendur og fjármögnunaraðila þeirra vera þar berrassaða öðrum til viðvörunar í fjóra tíma á dag alla virka daga vikunnar óháð veðri.


mbl.is Mörg fíkniefnamál á höfuðborgarsvæðinu í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já reynslan sínir að með því að taka harðar á vandanum að þá sést árangur.. eða hvað? 1/10 allra fanga heimsins eru Bandarískir dópistar, samt fer ástandið versnandi þar. Fíkniefnastríðið er löngu tapað.

Annars þá er ríkið stærsti innflytjandi fíkniefna á landinu, eigum við einnig að refsa því? 

Geiri (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnlaugur Stefánsson

Höfundur

Gunnlaugur Stefánsson
Gunnlaugur Stefánsson

Forseti sveitarstjórnar Norðurþings

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...savikurhofn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband