5.6.2007 | 23:12
Merkileg tilviljun
Föstudagurinn 1 júní var mjög gleðilegur hjá mér og minni fjölskyldu, tvöföld útskrift sona minna. En Svo óheppilega vildi til að tveir synir mínir útskrifuðust hvor úr sínum skólum á sama tíma en á sitt hvoru landshorninu. Annar var að útskrifast sem stúdent frá Flensborg í Hafnafirði og hinn úr 10 bekk í Borgarhólsskóla hér á Húsavik. En það var ekki nóg með að útskriftin lenti á sama tíma heldur fluttu báðir synir mínir ræður fyrir hönd útskriftarhópana hvor í sínum skóla á sitt hvoru landshorninu á sama tíma.
Hvenær skildi maður verða nægilega skipulagður til að lenda ekki í svona árekstrum með stóratburði í sinni eigin fjölskyldu? Það er alltaf leiðinlegt þegar ekki er hægt að taka fullan þátt í stórum tímamótum í lífi sinna eigin barna.
Árangur drengjanna var glæsilegur og pabbinn er að rifna úr monti yfir þeim.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnlaugur Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með synina. Kveðja, Jóhanna og Hjörtur.
Jóhanna Guðm (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 23:20
Takk fyrir þetta Jóhanna og Hjörtur!
Gunnlaugur Stefánsson, 6.6.2007 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.