Varð undir vegna kynferðis.

Gunnari Svavarssyni var hafnað í ráðherrastól vegna þess að hann var karl en ekki kona. Þetta er umhugsunarefni þegar fólk er valið til starfa eingöngu vegna kynferðis. Kjósendur Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi völdu Gunnar til forustu en ekki Þórunni. Formaður Samfylkingarinnar breytir þessari röð og velur Þórunni til forustu og hafnar Gunnari. Merkilegur flokkur þessi Samfylking. Ganga menn ekki jafnir í þessari fylkingu.

Það gengur bara betur næst Gunnar, þinn tími mun koma, enda maður framtíðarinnar.


mbl.is Gunnar sóttist eftir ráðherraembætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða vitleysa! Augljóslega er Þórunn mun hæfari og með mun meiri reynslu. Gunnar hefur ENGA reynslu af landsmálapólitík.

libfem (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 18:16

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hvurslags bull er þetta eiginlega? Af hverju í ósköpunum hefði átt að ganga framhjá konu með mikla reynslu?

Heiða B. Heiðars, 23.5.2007 kl. 19:22

3 identicon

Mér finnst nú alveg ótrúlegt að lesa inn á síðu Ágústar Ólafs Ágústssonar að Samfylkingin sé að sýna þýðingarmikið fordæmi með því að hafa til helminga konur og karla sem ráðherra. Fordæmið hefur nefnilega Samfylkingin frá Framsóknarflokknum og hana nú.

Jóhanna (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 21:55

4 Smámynd: Gunnlaugur Stefánsson

Hvaða bull er þetta, Þórunn hæfari og reynslumeiri en Gunnar. Gunnar á langa setu að baki í sveitarstjórn og hefur rekið fyrirtæki í mörg á. Er þetta ekki reynsla sem á að meta? Ég var bara að benda á að kjósendur Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi völdu Gunnar sem leiðtoga  sinn í kjördæminu, og töldu hann þá liklega hæfastan í forustuhlutverk fyrir Samfylkinguna.

Samfylkingin hefur alltaf átt efritt með að sætta sig við það að Framsóknarflokkurinn hefur verið leiðandi í jafnréttismálum í stjórnmálum á Íslandi á undanförnum árum. Á meðan þeim hefur gengið afskaplega illa á því sviði.

Gunnlaugur Stefánsson, 23.5.2007 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnlaugur Stefánsson

Höfundur

Gunnlaugur Stefánsson
Gunnlaugur Stefánsson

Forseti sveitarstjórnar Norðurþings

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...savikurhofn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband