Snögg í bólið.

Það er naumast hvað Ingibjörg Sólrún var snögg upp í bólið hjá Geir. Skyldu þau hafa gert þetta áður? Já, ætli það ekki, ætli þetta hafi ekki allt verið klárt fyrir kosningar hjá þeim skötuhjúum. Hvar eru hugsjónir Samfylkingarinnar um turnana tvo og markmið þeirra að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkin í íslenskri pólitík. Er búið að henda þessu göfuga markmiði fyrir borð? Ekki mun líða að löngu áður en fylgið fer að reytast af Samfylkingunni og flokkurinn lendir í sömu öngstrætum og Framsóknarflokkurinn og gamli Alþýðuflokkurinn í samstarfi við Sjálfstæðisflokkin. Ég minni á að fylgi Framsóknarflokksins var rúm 23% í upphafi samstarfsins árið 1995. Þetta er klókt hjá Sjálfstæðisflokknum að slá þennan helsta keppinaut sinn niður með þessum hætti. Þeir grípa agnið og rjúka í ríkistjórn blinduð af hungri í völd og ráðherrastóla.

Margir töluðu um að stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi verið hægrisinnuð, ég er nokkuð viss um að þessi væntanlega ríkistjórn verði hægriöfgastjórn í samanburði við hina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnlaugur Stefánsson

Höfundur

Gunnlaugur Stefánsson
Gunnlaugur Stefánsson

Forseti sveitarstjórnar Norðurþings

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...savikurhofn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband