16.5.2007 | 21:35
Allt í plati, bara djók hjá Vinstri grænum!
Stóriðjustopp engir úrslitakostir!
Sá á Visi.is að haft er eftir Steingrími J. Sigfússyni að stóriðjustopp væru engir úrslitakostir VG í stjórnarmyndurnarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Halló! var þetta ekki eitt helsta kosningamál VG? Hvað er með önnur kosningamál þeirra? Var ekkert að marka þau heldur? Veit Kolbrún af þessu? Veit Guðfríður Lilja af þessu? Vita allir hinir frambjóðendur VG af þessu? Þetta er líklega ástæða þess að Ómar Ragnarsson sá sig knúin til að fara í framboð. Hann sá það fyrir að VG myndi fara á duglegt lóðarí eftir kosningar og selja stóriðjumálin ódýrt fyrir það eitt að komast upp í ból hjá íhaldinu og fá nokkra góða ráðherrastóla að launum.
Það er áberandi hvað Vinstri grænir eru tilbúnir að selja sig ódýrt til að komast á valdastóla. Þeir eru meira segja búnir að velta upp þeirri hugmynd að Framsóknarflokkurinn geti varið minnihlutastjórn VG og Samfylkingarinnar. Þvílíkt ímyndarafl og hungur í völd. Það er hægt að nota Framsókn til að verja valdastóla VG. Mér hefur nú helst skilist á þeim að framsóknarmenn væru ekki nýtilegir til nokkurs skapaðar hlutar og best væri ef þeim væri útrýmt úr hinu pólitíska litrófi. Jafnvel hefur manni skilist á VG fólki að best væri ef okkur verði eytt af yfirborði jarðar í eitt skipti fyrir öll.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnlaugur Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.