8.5.2007 | 12:52
Er ríkistjórnin fallin?
Þessi könnun sýnir að ríkistjórnin er fallin og ný ríkistjórn Kaffibandalagsins í burðaliðnum. Það kostulega við þessa væntanlega ríkistjórn sem stjórnarandstaðan sammæltist um að reyna að mynda er að ekki nema 2% þjóðarinnar vill fá hana til valda. Það verður gaman að fylgjast með þeim viðræðum og sjá á hvaða málum menn takast helst á um. Verður það umhverfismál, innflytjandamál, samgöngumál, byggðamál eða kvótamál sem erfiðast verður fyrir þá að semja um? Enn virðist VG vera á niðurleið. Því meira sem VG verður sýnilegt því færri ætla að kjósa þá. Það hlýtur að valda forustumönnum VG áhyggjum að trúverðugleiki þeirra er að hverfa og mun enn minnka fram á kjördag. Ætli Steingrímur J. ætli enn að gera kröfu til forsætisráðherrastólsins eða er Ingibjörg Sólrún orðin ótvíræður leiðtogi flokka Kaffibandalagsins?
![]() |
Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnlaugur Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óskapar pirringur er þetta!
Auðun Gíslason, 8.5.2007 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.