Ekkert vorhret, takk.

Jæja, allt bendir til þess að mjög gott verði hér norðanlands í dag. Jafnvel mun hitinn ná 20 stigum. Svona veður fannst mér alltaf vera á vorin þegar ég var barn. Það getur verið að minningarnar séu eitthvað farnar að skolast til. Er ekki stundum sagt að fjarlægðin geri fjöllin blá.  Nú er bara að draga fram sumarfötin og njóta blíðunnar. Er á meðan er. Undanfarin nokkur vor hefur alltaf komið hret í maí og jafnvel í byrjun júní hér í Þingeyjarsýslum. Það er vonadi að það gerist ekki núna. Vorið er yndislegur tími, gróður byrjar að taka við sér. Fuglalíf er í miklum blóma og við mennirnir förum að huga að vorverkunum. Það er vonandi að almættið hlífi gróðri, dýralífi og mannlífi við þessum leiðinda vorhretum.

 


mbl.is Spáð allt að 20 stiga hita á Norður- og Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnlaugur Stefánsson

Höfundur

Gunnlaugur Stefánsson
Gunnlaugur Stefánsson

Forseti sveitarstjórnar Norðurþings

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...savikurhofn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband