Grænn Sjálfstæðisflokkur.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hófst í dag og Geir H. Haarde formaður flokksins hélt mikla ræðu. Það er greinilegt að Geir og Sjálfstæðisflokkurinn lítur ekki á Samfylkinguna sem sinn höfuðandstæðing í stjórnmálum á Íslandi. Nú er það Steingrímur J. og VG sem þeir líta sem sinn helsta keppinaut. Ekki minnst hann á Ingibjörgu Sólrúnu og greinilegt að Samfylkingin er ekki metin sem merkilegur keppinautur.  Mér fannst Geir undirstrika það hvernig Samfylkingunni undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar hefur mistekist herfilega í þeirri ætlun sinni að vera öflugt mótvægi við Sjálfstæðisflokkin. Og minni ég á umræðuna um turnana tvo í íslenskum stjórnmálum.

Einnig var áberandi hvað formaðurinn reynir að draga grænan lit á flokkinn og stefnu hans. Greinilega á það að vera andsvar við straum kjósanda til VG og einnig tilhneigng til að koma í veg fyrir að hægri grænir sjálfstæðismenn streymi til fylgis við Ómar Ragnarsson og félaga í Íslandshreyfingunni.

Það verður spennandi að fylgjast með hvað kemur út úr þessum mikla fundi þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnlaugur Stefánsson

Höfundur

Gunnlaugur Stefánsson
Gunnlaugur Stefánsson

Forseti sveitarstjórnar Norðurþings

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...savikurhofn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband