Ætlum að virkja í þágu íbúa.

Ég hlustaði á viðtal við Katrínu Jakobsdóttur varaformann VG í þætti á Útvarpi Sögu í dag þar sem rætt var um nýtt plagg þeirra sem ber heitið Græn framtíð.

Í viðtalinu tók hún sérstaklega fram að þau hjá VG væru á móti því að virkjað yrði meira á Íslandi í þágu stóriðju, og þar af leiðandi ekki virkjað á Þeystareykjum fyrir fyrirhugað álver á Bakka við Húsavík. Ég verð að benda þessum félögum mínum í VG á eftirfarandi. Það var örugglega ekki ætlunin hjá fyrrverandi bæjarfulltrúum VG í bæjarstjórn Húsavíkurbæjar að virkja á Þeystarreykja í þágu einhverra annar en íbúa hér á svæðinu og til hagsbóta fyrir land og þjóð.

Það er sérkennileg staða að standa frammi fyrir því sem sveitarstjórnarmaður að sami stjórnmálaflokkur og stóð að því að setja verkefnið af stað um uppbyggingu stóriðju á Bakka. Ætlar nú að slá það af og líklega ætla þau að láta sveitarfélagið og orkufyrirtækin sitja uppi með þann kostnað sem fallin er til vegna verkefnisins.  

Einnig man ég ekki eftir því að Steingrímur J. Sigfússon formaður VG hafi lagt það til við sveitarstjórnina hér að hún hætti við þessi áform, hvorki núverandi sveitarstjórn né fyrrverandi sveitarstjórn sem Vinstri grænir áttu aðild að meirihlutanum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnlaugur Stefánsson

Höfundur

Gunnlaugur Stefánsson
Gunnlaugur Stefánsson

Forseti sveitarstjórnar Norðurþings

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...savikurhofn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband