6.4.2007 | 08:52
Píslagangan
Jæja, þá er Föstudagurinn langi runnin upp. Fallegt veður hér á Húsavík, stillt og svalt. Erum að leggja af stað upp í Mývatnssveit til að taka þátt í Píslagöngunni sem hefur verið árlegur viðburður hjá fjölskyldu minni undanfarin ár.
Píslagnagan er 36 kílómetra ganga umhverfis Mývatn, öll gangan er gengin á malbiki og reynir því mikið á göngumenn sem ganga allan hringinn.
Upphaf þessara göngu var að fjórir mývetningar gengu umhverfis vatnið á Föstudaginn langa fyrir ca. 15 árum. Síðan hefur þátttakendum fjölgað jafnt og þétt og verða líklega vel á þriðja hurdraðið í dag. Sýnir vel hvað lítið þarf til að draga að ferðamenn að og búa til stóran árlegan viðburð.
Uppskrift að góðum Föstudegi langa er að ganga heilan eða hálfan hring umhverfis Mývatn. Fá sér síðan stóran kaldan bjór í Gamla bænum á eftir, engin bjór betri en þessi sem tekin er eftir góðan göngutúr. Skella sér síðan í Jarðböðin í Mývarnssveit til að mýkja þreytta vöðva og slappa af. Og borða síðan góða lambasteik með grænum baunum of sultu og fl. í kvöldmat.
Vonandi verða blöðrunar með færra móti í ár.
Um bloggið
Gunnlaugur Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 15233
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.