5.4.2007 | 22:56
Var útkallið til New York hneyksli aldarinnar??
Stöð tvö sýndi kosningarþátt úr Norðausturkjördæminu þann 4. aprí s.l. Þar kom fram að Steingrímur J. Sigfússon formaður VG hafði kallað það hneyksli aldarinnar þegar Valgerður Sverrisdóttur þá Iðnaðarráðherra skrifaði undir viljayfirlýsingu um mat á hagkvæmi þess að byggja álverksmiðju á Bakka við Húsavík.
Þetta samkomulag var gert á milli Húsavíkurbæjar, Alcoa og ríkistjórnar Íslands en hvataaðilinn að þessu verkefni var bæjarstjórn Húsavíkurbæjar og fyrirtæki tengd sveitarfélaginu.
Mikið var lagt að Valgerði Sverrisdóttur þá Iðnaðarráðherra að vinna að þessu verkefni að krafti með heimamönnum. Merkilegast er að þeir sem lögðu harðast að henni og gerðu mestar kröfur voru bæjarfulltrúar vinstri grænna í bæjarstjórn Húsavíkurbæjar. Á sama tíma kallar Steingrímur J. Sigfússon samkomulagið hneyksli aldarinnar.
Ég staðfesti það hér og nú að Valgerður Sverrisdóttir var að ganga erinda allra bæjarstjórnar Húsavíkurbæjar og þar með talið fulltrúum vinstri grænna í bæjarstjórninni í þessu máli.
Útkallið til New York var ekkert hneyksli, heldur var um mikilvægan áfanga að ræða í að tryggja íbúum í Þingeyjasýslum öflugt atvinnulíf og stór áfangi í að snúa við neikvæðri íbúaþróunn á svæðinu.
Um bloggið
Gunnlaugur Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.