Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.12.2008 | 12:55
Umhverfismat rannsóknarboranna og Álver á Bakka
Nú er bara að klára umhverfismöt þessara rannsóknaboranna og síðan bora allar ransóknarholurnar sem fyrst. Þetta þarf allt að gerast á eins skömmum tíma og mögulegt er til að hægt sé að ganga frá samningum um byggingu Álvers á Bakka sem fyrst.
Álver á Bakka er framkvæmd sem Íslensku þjóðinna vantar núna, og því mikilvægt að halda markvisst áfram með verkefnið.
Umhverfisáhrif af rannsóknarborun metin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.12.2008 | 10:56
VR formaður klappaður upp.
Gunnar Páll einn í framboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.12.2008 | 01:24
jæja, haldið þið að þetta sé rétt mat?
Ég veit nú ekki allveg hvort ég geti gleypt þetta svona óhikað. Málin hafa nú ekki alltaf verið rétt metin hjá hæstvirtum fjármálaráðherra.
Hvenær á árinu ætli við verðum á botni kreppunar. Er það kannski í nóvember 2009? Verðum við á niðurleið meirihluta næsta árs? Hvernig lítur þjóðfélagið út þegar við verðum á botninum ef að botninum verði ekki náð fyrr en í lok árs?
2009: Dýpsta ár kreppunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.12.2008 | 17:20
Flottur Gísli!
Það mættu fleiri taka hann Gísla sér til fyrirmyndar í okkar landi. Þetta ætti ekki einu sinni að vera fréttaefni, einungis eðlileg tilkynning á breytingu hjá stofnunninni.
Skora alla að fara vel yfir sína stöðu og athuga hvort ekki væri rétta að víkja úr einhverjum embættum eða að segja sig frá einhverjum verkefnum vegna vanhæfis.
Vanhæfur í málefnum peningamarkaðssjóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.12.2008 | 12:27
Vissi ekki! En hvað með viðskiptaráðherra.
Ætlar þessi vitleysa engan enda að taka? Vissi ekki viðskiptaráðherra þetta heldur? Nei, nei, auðvita vissi þetta engin. Það voru allir í sumarfrí á þessum tíma nema Davíð Oddsson og þar af leiðandi fullkomlega afsakanlegt að hafa ekki vitað neitt og að ekkert hafi verið gert til að forða þessu hruni.
Flotið sofandi að feigðarósi.
Vissi ekki af tilboði FSA vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2008 | 11:49
Hvað með okkur?
Eigum við að skera niður ríkisútgjöld bæði árið 2009 og enn meira á árinu 2010? Á sama tíma og meðalið fyrir önnur hagkerfi er að auka útgjöld hins opinbera.
Það var merkilegt að oddviti sendinefndar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins en ekki ríkistjórn Íslands skildi hafa tilkynnnt okkur Íslendingum á fimmtudaginn s.l. að enn meiri niðurskurð þurfi hér á árið 2010 en á árinu 2009. Okkar ráðamenn höfðu greinilega ekki kjark til að tilkynna þjóðinni þessar slæmu fréttir. Ég vona samt að að þetta hafi ekki komið þeim jafnmikið á óvart og mér.
Því miður er ég hræddur um að enn sé langt niður á botn í þessari kreppu. Bæði hér á Íslandi og í heiminnum öllum.
Hvetur til útgjalda til þess að örva hagkerfi heimsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.12.2008 | 21:49
Vaxtasproti.
Lagt hald á yfir 150 kannabisplöntur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2008 | 18:31
Ætli Nonni fari nú í grjótið?
Ég held að það hefði frekar átt að ákæra hann fyrir hans þátt í efnahagshruninu. Það liggur fyrir að hann og fyrirtæki í hans eigu hafa markvisst svikið og prettað fólk og fyrirtæki á þessu landi árum saman.
Lágvöruverslanir Baugseiganda er greinilega ekki búið að vera þjóðinni eins hagfelldar og menn héldu. Ætli stofnun þessara verslanna séu ekki að verða þjóðinni nokkuð dýr pakki.?
Ákært á ný í Baugsmálinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2008 | 21:26
Athyglisverð fyrirspurn
Spurt um laxveiðar ríkisbankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2008 | 11:15
Nóg er af frambjóðendum í Framsóknarflokknum
Þá er ljóst að hart verði barist bæði um formanns- og varaformansembættin í Framsóknarflokknum á flokksþinginu í janúar. Ekki er ólíklegt að fleiri bætist í þennan hóp. Það væri gaman ef einhverjir færu að tilkynna framboð til ritara flokksins. Eða þá heyra frá núverandi ritara hvort hann sækist eftir endurkjöri eða ekki.
Ritaraembættið gæti vel hentað Jónínu Benediktsdóttur hinum nýja og öfluga talsmanni flokksins. Það er mikilvægt að rödd nýrra flokksmanna heyrast í forustusveit hans og það mun hjálpa okkur mikið í að endurheimta traust hjá kjósendum í landinu.
Hjartanlega velkomin í Framsóknarflokkinn Jónína Ben.
Siv býður sig fram til embættis varaformanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gunnlaugur Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar