Nóg er af frambjóðendum í Framsóknarflokknum

Þá er ljóst að hart verði barist bæði um formanns- og varaformansembættin í Framsóknarflokknum á flokksþinginu í janúar. Ekki er ólíklegt að fleiri bætist í þennan hóp. Það væri gaman ef einhverjir færu að tilkynna framboð til ritara flokksins. Eða þá heyra frá núverandi ritara hvort hann sækist eftir endurkjöri eða ekki.

Ritaraembættið gæti vel hentað Jónínu Benediktsdóttur hinum nýja og öfluga talsmanni flokksins. Það er mikilvægt að rödd nýrra flokksmanna heyrast í forustusveit hans og það mun hjálpa okkur mikið í að endurheimta traust hjá kjósendum í landinu.

Hjartanlega velkomin í Framsóknarflokkinn Jónína Ben.


mbl.is Siv býður sig fram til embættis varaformanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð minn almáttugur.  Gera jónínu að ritara?

Íhald, Samfylking, Frjálslyndir, Íslandshreyfingin og núna Framsóknarflokkurinn.

HELD AÐ Framsóknarmenn ættu að skammast sín og láta lítið fyrir sér fara fyrst um sinn.  Samvinnuhreyfingin var eitt spillingarhelvíti og ég hef enga trú á að það sé einhver breyting á því.  En ég er jafnframt viss um að hvergi í neinum flokk finnist jafn margir grunnhyggnir einstaklingar sem trúa bara því góða um náungann.  Þekki þetta af eigin raun, því ég er laumu Frammari.  En hef séð að mér og sé í gegn um valdagræðgina hjá forystumönnum flokksins.

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 11:45

2 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Við eigum að velja hæfasta fólkið í forystusveitina, burtséð frá því hvort nafnið er Jónína Ben. eður ei. Sammála samt um það að hún er ötull talsmaður og gott að fá hana í okkar raðir.

Miklu skiptir að þeir sem ná kjöri, sérstaklega í formanns- og varaformannsstöðurnar, séu trúverðugir einstaklingar, þekktir að heiðarleika, skynsemi í hugmyndum, og sáttavilja. Við þurfum forystu sem getur sameinað flokkinn. Núna er flokkurinn í sömu stöðu og fótboltaliðin Fram og Valur hafa lengi lent í, að vera hálfdrættingar á við fornan frama; þá er mórallinn eftir því, vegna þess að allir eru óánægðir með að liðið sé ekki í 1. sæti eða nálægt því. En við eigum dýrmætt tækifæri núna, þar sem verður skipt um forystu á einu bretti. Mikilvægt að vel takist til og það verði ekki nýr óánægjukór eftir næstu kosningar, eins og gerðist nokkrum sinnum hjá krötum í þeirra lægð eftir Viðreisn og eftir bramboltið 1979.

Einar Sigurbergur Arason, 17.12.2008 kl. 00:59

3 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

P.S. Það sem ég sagði um nauðsyn þess að nýr formaður verði þekktur fyrir heiðarleika og það að vera mannasættir, hef ég áður sagt hér.

Í sjálfu sér sé ég eftir Jóni Sigurðssyni. Hann er vitur maður og hefur yfirleitt verið laginn við að sætta fólk. Hann er líka góður hugmyndafræðingur.

Ólíklegt er að hann gefi kost á sér við núverandi aðstæður, en þá er að vona að við eigum fleiri sem hafa hæfileikana í nógu ríkum mæli.

Einar Sigurbergur Arason, 17.12.2008 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnlaugur Stefánsson

Höfundur

Gunnlaugur Stefánsson
Gunnlaugur Stefánsson

Forseti sveitarstjórnar Norðurþings

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...savikurhofn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband